Færsluflokkur: Spaugilegt

Spunakall flækist í eigin spuna

Í gær birti Eyjubloggarinn Gísli Baldvinsson, Samfylkingarspunakall, færslu . þar sem hann fjallar um hinn nýja icesave samning og spyr hvort menn hafi lesið samninginn. Í færslu sinni talar Gísli fullum fetum um icesve skuld þjóðarinnar. Þegar honum var bent á að þetta væri alls ekki skuld okkar á neinn mælikvarða þá tekur hann sig til og breytir færslunni og núna heitir skuldin skuldaábyrgð! Það útaf fyrir sig að breyta um skoðun og taka rökum er gott og gilt en þá átti hann að skrifa nýja færslu og viðurkenna það en ekki breyta færslunni og öllum athugasemdunum líka! Það er ólíðandi ritskoðun. Fyrirmæli eigendafélags Samfylkingar eru greinilega að blekkja almenning til fylgis við þennan nýjasta icesave samning ríkisstjórnarinnar en það mun ekki takast þegar málflutningurinn er jafn ótrúverðugur og hjá Gísla Baldvinssyni. Spurningin er ekki hvort menn hafi lesið samninginn heldur hvort menn hafi kynnt sér feril málsins og lesið umsagnir sérfræðinga. Milliríkjasamningar eru eðli máls samkvæmt flóknir og þegar um fjármálagerning er að ræða þá er það ekki á færi meðaljónsins að skilja slíka samninga. Nokkrar umsagnir hafa þegar birzt um þennan nýjasta samning og allar vekja þær athygli á þeirri áhættu og óvissu sem í samningnum felist. Okkur ber að byggja afstöðu okkar á þessari áhættu en ekki einhverjum vangaveltum og væntingum um framtíðina. Umsögn Seðlabankans er mörkuð óraunhæfum væntingum um þróun sem enginn  Íslendingur hefur áhrif á. En þessu trúir Samfylkingin enda umsögnin sérpöntuð af henni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband