Útaf með dómarann!

977376Þrátt fyrir alla umræðuna undanfarin ár, þá komast byggingarfyrirtæki og eftirlitsaðilar ennþá upp með að vera skaðlaus, þegar húseigendur reyna að leita réttar síns gagnvart þessum svikahröppum fyrir dómstólum.

Nýjasta dæmið er blokkarbygging í Garðabæ. Þar eru allir stikkfrí nema Arion banki sem eignaðist verkefnið eftir þrot byggingarverktakans og lét klára það.  Þessi dæmalausi dómari sem dæmdi í máli húsfélagsins, sýknar þá sem brutu allar reglur og svikust um við lokafrágang byggingarinnar en dæmir bankann til að greiða skaðabætur!!  Ég get bara ekki skilið svona dómaframkvæmd. Á meðan svona vitleysingar gegna dómarastöðum þá lagast ekki ástandið í byggingabransanum.


Bjarni svindlar og kíkir á spilin hjá Simma

bjarnibenNú er það æ ljósara að Morgunblaðið styður ekki lengur forsætisráðherra flokksins. Þeir nenna ekki lengur að fjalla um hvað hann segir á fundum .  Hvorki á fundum í flokksfélögum eða á kosningaframboðsfundum út í bæ. Öðru vísi mér áður brá. Nýjasta útspil Bjarna vegna dalandi gengi flokksins, kom í ljós í Forystusætinu á RUV eins og sagt er frá á Eyjunni í gær.Ekki orð um þetta í Morgunblaðinu!

Þetta útspil snýr að því að þynna eiginfjárhlutfall Landsbanka og Íslandsbanka og ná þar í peninga til að eyða í innviðauppbyggingu. Þetta er greinilega ekki eitthvað sem er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Heldur eru þetta hugmyndir Sigmundar Davíðs, sem Bjarni af alkunnum óheiðarleik, setur hér fram sem sínar eigin. Að kíkja á spil andstæðinganna og nota í eigin leik heitir að svindla. (Innherjasvik eru af sama toga) Og núna situr Sjálfstæðisflokkurinn uppi með formann sem er bæði brennimerktur lygari og svindlari.  Ekki nema von að Morgunblaðið hafi snúið við honum bakinu.


Starfslýsing fyrir forsætisráðherra

Á Íslandi getur hvaða drullusokkur sem er orðið forsætisráðherra. Eina sem þarf er klíkuskapur, samtrygging og óheiðarleiki. Svona fólk hefur stjórnað okkur undanfarin ár.Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. ekki undanskilin. Nú stefnir í að enn einn umsækjandinn nái að ljúga sig inn í starfið. Þar á ég við Katrínu Jakobsdóttur. Og við látum okkur bara vel líka ..eða hvað?

Á bara hver sem er, að geta orðið hér forsætisráðherra ef hann er með hreint sakavottorð og hefur náð kosningaaldri og er ekki hæstaréttardómari? Þetta eru einu skilyrðin í stjórnarskránni okkar um hæfi ráðherra.  Ekkert um þekkingu, hæfni, menntun, fjárhagslegt sjálfstæði, heilsufar eða almennt siðgæðisvottorð.  Af hverju gerum við almennt meiri kröfur til bílstjóra, leikskólakennara eða jafnvel fasteignasala heldur en til stjórnmálamanna, Alþingismanna og ráðherra?  

katajakNú er tími til kominn að breyta þessu og krefja stjórnmálamenn svara hverjir veljist til setu í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Ef við fáum ekki að vita þetta áður en við kjósum þá eru kosningarnar tilgangslausar. Katrín Jakobsdóttir verður að svara spurningunni ;

Ef þú færð stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar, með hverjum hyggstu starfa og hver eru ráðherraefni flokksins?

Þetta eru grundvallarspurningar sem allir flokksformenn eiga að vera búnir að gera upp við sig og geta svarað núna strax. Kannski finnst fólki allt í lagi að Katrín verði forsætis af því hún er geðug og ekki orðuð við neitt hneykslismál samtímans. Persónulega finnst mér það ekki nóg. Ég vil að við komum okkur saman um hæfisreglur þannig að við fáum alltaf bestu umsækjendurna en ekki einhverjar strengjabrúður. Mér þykir það helvíti hart að af öllum þessum umsækjendum um starf alþingismanns hefur enginn opinberað neina framtíðarsýn nema Sigmundur Davíð.  Og hann er ekki hægt að kjósa vegna persónubresta hans.

simmi


Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband