Panamaskjölin verði kosningamál

wintrisSamtrygging flokkakerfisins kom í veg fyrir að Panamaskjölin og afhjúpun skattaundanskota yrðu aðal kosningamálið í fyrra. Samt sprakk ríkisstjórn auðmannanna Sigmundar og Bjarna Ben, beinlínis vegna þeirra! Þessa samtryggingu verður að rjúfa. Þótt það kosti eftirmála þegar kemur að myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Við þurfum ekki að tala um frítekjumörk, svelt heilbrigðiskerfi eða skóla og samgöngumál. Þau mál verða leyst. Hver sem stjórnar. 

Núna þarf hins vegar að aflétta leyndarhyggju, sora og spillingu í stjórnkerfinu og flokkakerfinu. Það verður að vera númer 1, 2 og 3.  Skyggnumst bak við tjöldin og krefjumst svara. Hver vissi hvað, hver tók ákvarðanir og hverjir græddu á þeim skipulögðu glæpaverkum, sem skattasniðganga raunverulega er.  Við vitum að Sigmundur græddi og Bjarni reyndi að koma í veg fyrir að ríkisskattstjóri fengi afhent rannsóknargögn. Og við vitum að Bjarni Ben átti tugi milljóna sem hann bjargaði frá glötun með Vafningsgerningnum fræga. En síðan hvarf slóðin.  Bjarni á í dag engar eignir ekkert! Hvar eru eignir Bjarna vistaðar. Landsmenn eiga heimtingu á að vita hvers konar undanskot eigna forsætisráðherra landsins ástundar.

Það þarf að tala um Wintris og Panamaskjölin og hverjir nýttu sér skattalegt hagræði af eignum í aflandsfélögum.  Það þarf líka að tala um hverjir haldi núna um eignarhlut Bjarna Ben í Engeyjarauðnum.   Er það mamma hans eða konan hans eða börnin eða gæludýrin? Og tölum líka um Vafningsmálið. Þegar þessi umræða hefur farið fram með þátttöku allra frambjóðenda í kosningunum núna , þá getum við gengið til kosninga og útilokað bæði Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð frá því að ögra siðferðiskennd landsmanna um ókomin ár.


mbl.is Ofgreiddi skatta vegna Wintris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband