Af búrtíkum og smalahundum

Meðan búrtík Bjarna svaf
og bannað var að tala,
Eftir kröfum Kata gaf
og kunni ekki að smala.

Utanveltu voru tvö
og varla á þau andað
nú holdgervingi "Hægri sjö"
hefur Logi landað.

Brátt hann hefur hópi í
hæfilega marga
Upp í Kötu kippir því
sem kveður flokkinn arga.

Flokknum til að tryggja sátt
tárum Sæland vopnast
allar hurðir upp á gátt
eru nú að opnast.


 


RÚV flytur fréttir

Ef Björn Bjarnason og Páll Vilhjálmsson mættu ráða þá héldu landsmenn að ekkert annað stæði til boða en áframhaldandi kverkatak Sjálfstæðisflokksins á íslenzku þjóðlífi! En þökk sé RÚV þá vitum við betur. Við vitum að hér er annar valkostur í pólitíkinni.  Við þurfum ekki að hlusta á freku kallana því við þurfum bara að hafa hátt.

Á sama tíma og Mogginn endurtekur sömu möntruna um nauðsynlegt forystuhlutverk sjálfstæðisflokksins þá flytur RÚV fréttir af spillingarmálum þessara manna í nútíð, fortíð og framtíð. Án RÚV væri pólitíska landslagið öðruvísi. Án fréttaflutnings RÚV hefðu upplýsingar úr Panamaskjölum ekki fellt ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar. Án RÚV hefði Hanna Birna aldrei þurft að víkja sem ráðherra og án RÚV væri Sigmundur Davíð enn að styrkja stöðu sína í valdataflinu gegn sjálfstæðisflokknum. Án RÚV værum við enn að borða brúnegg og án RÚV væri enn verið að stunda mansal á Akureyri og Vík!  Því RÚV er ekki alltaf að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn.  RÚV er að sinna skyldu sinni sem sjálfstæður fjölmiðill og  það er að flytja fréttir.  RÚV stundar ekki ritskoðun. Þótt mörgum þyki með réttu að einhver slagsíða sé á fréttaflutningnum þá er það óhjákvæmilegt.  Fréttamenn eru bara mannlegir.

Í dag heldur RÚV áfram að segja okkur að við getum átt líf án sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Þetta viljum við heyra til að geta spurt t.d Katrínu Jakobsdóttur af hverju í fjandanum hún er enn að loka á samstarf með meirihluta þingmanna.  Eftir yfirlýsingar Ingu Sæland í dag, er ljóst að það er þingmeirihluti fyrir stjórn án Bjarna og Sigmundar.  Það er það sem þjóðin vill.  Okkur varðar ekkert um stóla eða völd.  Við viljum bara að þessi stjórn verði mynduð og alþingismenn fari að vinna vinnuna sína. 

Og við eigum að fá að ráða. Ekki bara í nafni lýðræðis heldur ekki síður í skjóli þess skoðanafrelsis, sem frjáls fjölmiðlun undir forystu RÚV tryggir.


Undir sauðargæru Vinstri grænna

Það sem Steingrímur reyndi að dylja undir sýndar umhyggju fyrir náttúru og umhverfisvernd er nú að flysjast af flokknum og við blasir lítið framsóknarlamb. Eftir stendur flokkur án hugsjóna og fólk án framtíðar. Katrín lætur leiða sig til slátrunar af fjandmönnum framsóknararms flokksins, Svavari og Hjörleifi sem virðast ætla að hefna eigin ósigurs með því að hvetja til stefnubreytingar sem augljóst er að gengur af flokknum dauðum.  Nákvæmlega sama vakir fyrir Birni Val. Þrátt fyrir fagurgalann í garð forystunnar þá svíður honum enn svik Steingríms J,sem sveik hann um þingsætið í norðausturkjördæmi í síðustu kosningum.  Þetta fyrirgefur Björn Valur ekki í bráð og hefur selt hugsjón sína þeim kvótagreifa sem getur veitt honum atvinnu nú þegar þingmannsdraumarnir hafa snúist upp í martröð.

Og þetta er bara fínt. VG var það afl sem í raun eyðilagði samstöðu vinstri manna þegar tilraunin um Samfylkinguna var gerð. Að VG skuli nú koma út úr skápnum sem framsóknarflokkur, eyðir þeim pólitíska vafa endanlega, ef einhver hélt annað, að innan þess flokks voru hugsjónirnar alltaf til sölu fyrir völd og áhrif. Allt frá því að Steingrímur tók þátt í Viðeyjarstjórninni með Jóni Baldvin og Davíð.

Steingrímur og Svavarsarmurinn vilja bjarga sinni arfleyfð með því að láta Katrínu um líknarmorðið og hún er svo naive að hún sér ekki í gegnum plottið.  Alveg sama þótt þessar þreifingar, sem nú eru í gangi milli Bjarna, Sigurðar Inga og Katrínar leiði ekki til formlegs samtals, þá er Katrín sú eins sem tapar og hennar flokkur. Og líka þótt hún láti leiða sig til valda af Bjarna og Sigurði Inga þá tapar hún líka.  Og allt þetta var augljóst öllum sem stóðu utan sviðsins.  En lambið vildi á spenann. Katrínu verður ekki bjargað


mbl.is Svavar hvetur Katrínu til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband