Bjarni Berlusconi og Sigmundur Glistrup

Það er aðeins einn raunhæfur kostur í þessu pólitíska þrátefli og það er að formenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins segi báðir af sér og hverfi af sjónarsviðinu sjálfviljugir eða með því að stofnanir flokkanna taki í taumana.  Síðustu 2 stjórnir sprungu báðar vegna tortryggni út í stöðu Bjarna Benediktssonar og þess siðferðisrofs sem augljóslega er í flokknum.  Í þessum kosningum fékk sjálfstæðisflokkurinn sína næstverstu kosningu í sögunni. Og það þrátt fyrir þetta blússandi góðæri sem flokkurinn hefur eignað sér og hræðsluáróðurinn sem hann hafði í frammi gegn "skatta-Kötu" í síðustu kosningum.  Að tala um að sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningarnar er hið argasta öfugmæli þegar ljóst er að hann beið afhroð og tapaði 5 þingmönnum!  Kann einhver skýringu á þessum óförum flokksins aðra en þá sem ég set hér fram?  Ef sú skýring er til þá væri gott að heyra hana áður en sjálfstæðisflokknum er boðið að ríkisstjórnarborðinu aftur.  Að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi hafa valið Bjarna Benediktsson sem eftirmann Geirs Haarde er augljóslega ástæðan fyrir síminnkandi fylgi. Bjarni getur aldrei orðið aðili að ríkisstjórn sem almenn sátt ríkir um.  Það hlýtur forsetanum að vera ljóst og því er honum vandi á höndum. 

Varðandi hinn panamaprinsinn, þá skuldar hann þjóðinni betri skýringar á skattamálum sínum og eiginkonunnar. Af því að dæma sem hann kaus að segja frá þá sviku þau hjónin vísvitandi undan skatti en fengu leyfi til að "leiðrétta" framtölin sín án þess að verða kærð vegna skattsvikanna! Svona sérmeðferð fá ekki margir og nokkuð víst að einhver hefur þurft að innheimta nokkra greiða til að tryggja þessa sérmeðferð Sigmundar Glistrup.  Þar fyrir utan er eiginkonan enn með kröfur á föllnu bankana og geymir enn peningana í gengisskjóli erlendis. Ef Sigmundur heldur að hann hafi hreinsað sig af öllum ávirðingum vegna Wintris málsins þá er það misskilningur. Þangað til ætti hann ekki að blanda sér í íslensk stjórnmál. Þetta þarf einhver að útskýra fyrir þessum sækópata svo hann skilji.  Það var ástæða fyrir uppreisninni 2016 sem endaði með að hann var hrakinn úr embætti og það er alveg hægt að endurtaka það uppþot ef á þarf að halda.


mbl.is Guðni hringir í forystumennina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband