Nauðsynlegt að Alþingi samþykki vantraust á Sigríði Andersen

Eftir því sem fleiri kurl koma til grafar um vafasamar emmbættisfærslur dómsmálaráðherra, þeim mun brýnna er að Alþingi taki á þeim embættisafglöpum með því að bera fram og samþykkja vantraust á þennan gersamlega óhæfa þingmann sjálfstæðisflokksins, sem dúkkaði svona tilviljunarkennt upp sem ráðherra við myndun þessarar ömurlegustu ríkisstjórnar í sögu okkar unga lýðveldis.

Dómsmálaráðherra verður að vera flekklaus í orðum og athöfnum.  Honum er ekki hægt að veita uppreisn æru.  Sigríður Andersen þarf að víkja strax með vantraust á ferilskránni.


mbl.is Úrskurðarnefnd ekki afgreiðslustofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson er stærsta vandamálið

Hér væri engin stjórnarkreppa ef Bjarni Benediktsson væri ekki forsætisráðherra. Allir aðrir hefðu einfaldlega vikið dómsmálaráðherra úr embætti eða Alþingi samþykkt vantraust.  Það er embættisfærsla Sigríðar Andersen sem er tilefni til stjórnarslita núna en undirrótin er samt fjölskyldutengsl forsætisráðherra.  

Ef sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þann manndóm að losa sig við þennan vanhæfa forsætisráðherra úr stóli formanns þá mun áfram ríkja tortryggni og úlfúð í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Bjarni mættur á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband