Engin reynsla, ekkert erindi!

Ef Sjálfstæðisflokkurinn er slík fjöldahreyfing eins og haldið er fram, hvers vegna í ósköpunum geta þeir ekki mannað yfirstjórn flokksins traustu og reynslumiklu fólki?

Bjarni Benediktsson er ekki til þess hæfur að leiða þennan flokk. Hans fortíð þó stutt sé er slík, að honum er einfaldlega ekki treystandi fyrir þeim verkum sem kjörnir fulltrúar eiga og þurfa að sinna. Og þetta nýjasta útspil hans, að skáka stelpukrakka eins og Áslaugu Örnu, í embætti varaformanns, án nokkurs umboðs, mun ekki afla flokknum meira kjörfylgis.  Hvorki meðal kvenna né yngri kjósenda. Á meðan kjölfestan í flokknum er svona veik mun fylgið veikjast.  Mín ráðlegging til flokksmanna er að skipta út bæði Bjarna og Áslaugu sem fyrst. Helst fyrir kosningar

Þótt ég sé ekki fylgjandi stefnu flokksins þá vil ég ekki að hann veikist meir en orðið er. En það mun hann gera á meðan rikasta 1% landsmanna stjórnar honum!

Við þurfum skýrar línur í pólitíkina.  En fyrst og fremst þarf að hreinsa óhæft fólk út af listunum og úr flokksstjórnunum. Næstu kosningar munu ekki skýra línurnar neitt. Hér mun verða langvarandi stjórnarkreppa í boði Bjarna Ben og Engeyjarauðvaldsins.


mbl.is Áslaug Arna staðgengill varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband