Jæja þá er að sjá hvernig stjórnlaganefnd ritskoðar

Réttlæti, velferð, jöfnuður
Allir eigi rétt á vinnu, framfærslu, ókeypis menntun, heilbrigðisþjónustu áháð búsetu, með einn lífeyrissjóð í landinu sem ekki skerði lífeyri sökum sparnaðar.

Friður & alþjóðastarf
Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.

Lýðræði
Ísland er lýðræðisríki og eitt kjördæmi - þar sem er persónukjör. Stjórnarskráin sé endurskoðuð við breyttar aðstæður. Meirihlutakjörinn forseti hafi synjunarvald.

Náttúra Íslands, vernd, nýting
Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt.

Valddreifing
Við viljum þrískiptingu valdsins, valdameiri forseta og varaforseta, aðskilja ríki og kirkju, sjálfstæða dómstóla, jafnan atkvæðisrétt og eitt kjördæmi.

Siðgæði
Alþingi hlíti niðurstöðu stjórnlagaþings, nýrrar siðanefndar fólksins og alþingismenn fái sömu eftirlaunakjör og almenningur, en að auki missi þeir rétt til endurkjörs brjóti þeir af sér.

Friður & alþjóðasamvinna
Sjálfstæð þjóð í herlausu landi sem stendur vörð um auðlindir sínar og er virk í alþjóðlegu samstarfi.

Mannréttindi
Stjórnarskrá tryggi að allir hafi jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, náms og lágmarksframfærslu óháð búsetu - Mannréttindi skuli ávallt vera hornsteinn lýðveldisins.

Valddreifing, ábyrgð & gegnsæi
Tryggja sjálfstæði dómstóla, forseti hafi neitunarvald, störf alþingis gegnsæ, þrískipting valdsins algjör, ráðherrar eigi ekki sæti á alþingi. Sérfræðiþekking nýtt í ákvörðunartöku fyrir opnum tjöldum.

Lýðræði
Stjórnarskráin tryggir: -Að valdið sé þjóðarinnar -Rétt almennings til áhrifa -Virkni og endurnýjun þings án flokkahagsmuna

Siðgæði
Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi með siðareglum þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins er haft að leiðarfrelsi.

Land og þjóð
Ísland er sjálfstætt ríki þar sem býr samheldin þjóð með áherslu á manngildi, menningu og vernd þjóðarhagsmuna.

Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Tryggja skal öllum landsmönnum jafnrétti, réttlæti og mannsæmandi lífskjör. Áhersla skal lögð á menntun, velferð barna og jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu

Land og þjóð
Stjórnarskráin ávarpi þjóðina, mæli til um langtímastefnu - mörkun í þjóðmálum, tiltaki að auðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og að hún mismuni ekki trúarskoðunum landsmanna

Mannréttindi
Í stjórnarskrá Íslands skal vernda mannréttindi allra þegna óháð sérkennum einstaklinga. Áhersla skal lögð á réttindi minnihlutahópa, rétt allra til náms og einnig skal eignaréttur ætíð tryggður

Land og þjóð
Íslenska tungu eflum við, auðlindir verjum af mætti, kirkja og ríki með hvort sína hlið, kannski þjóðina sætti.

Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Að tryggja jafnrétti landsmanna með atvinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun og velferð barna. Að landið verði eitt kjördæmi og að allir séu jafnir að lögum.

Náttúra Íslands, vernd og nýting
Náttúra Íslands og auðlindir hennar eru sameign þjóðarinnar og ber að vernda þær, jafna arði og aðgengi fyrir komandi kynslóðir.

Þetta er niðurstaða fundarins. Erfitt er að sjá hvaða erindi svona yfirlýsing hefur í stjórnarskrá lýðveldisins. Flest af þessu sýnist mér spegla andlegt ástand þjóðar á barmi hugstolunar.

Nú tekur sem sagt við alvöru vinnan. Þessu bulli verður stungið undir stól og stjórnlaganefnd mun koma með sínar áherzlur sem löngu eru tilbúnar og sem munu verða hin endanlegu drög sem lögð verða fyrir Alþingi. Mark my words!Halo


mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þú ert semsagt á svipaðri skoðun og ég...

Þjóðfundurinn = Tilgangslaust peningabruðl, engöngu til að halda ákveðnum hópi fólks frá því að æða niður á Austurvöll til að berja tunnur...

Svo fara pappírarnir í tætarann og stjórnlaganefnd setur fram sína fyrirframákveðnu áherslur...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 6.11.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Að sjálfsögðu var þetta sjónarspil, smjörklípa til að friða almenning. Sjáðu bara hvað kom út úr þessu!

Siðgæði
Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi með siðareglum þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins er haft að leiðarfrelsi.

Land og þjóð
Ísland er sjálfstætt ríki þar sem býr samheldin þjóð með áherslu á manngildi, menningu og vernd þjóðarhagsmuna.

Réttlæti - Velferð - Jöfnuður
Tryggja skal öllum landsmönnum jafnrétti, réttlæti og mannsæmandi lífskjör. Áhersla skal lögð á menntun, velferð barna og jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu

Af hverju ekki að segja að hér skuli alltaf vera gott veður?  þetta bull er álíka merkingarlaust. Enda var lagt upp með að þjóðfundargestir ættu ekki að hafa vit á stjórnarskránni eða tilgangi hennar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.11.2010 kl. 19:58

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Siðarreglur hafa enga raunverulega þýðingu og orðið siðgæði hefur þá þýðingu sem siðgæðismatið býður upp á.

Fólkið sem fór á þjóðfundinn var ekkert undirbúið. Mér finnst þessi fundur samt hafa skilað nokkru. Í fyrstalagi var áhugavert að sjá að samstaða var á fundinum um persónukjör, landið eitt kjördæmi og þrískiptingu valdsins. Þá fannst mér áhersla á vernd náttúruaðlinda (fyrir græðgisöflum) og sjálfbærni áhugaverð.

Þessi fundur er upplýsandi um áherslur venjulegt fólk og ég ráðlegg frambjóðendum að kynna sér inntakið vel.

Auðvitað kemur þetta ekki fram í fullbúnum ákvæðum stjórnarskrár og auðvitað eru mörg atriði þarna sem ekki er hægt að umbreyta í ákvæði eða framfylgja inn í stjórnarskrá. Það breytir því ekki að þessi fundur pródúseraði meira en ég átti von á. Held að hann verði ágætis vopn í höndum frambjóðenda sem komast inn og vilja sjá verulegar breytingar.

Ef við fáum góða sérfræðinga og áhugasama inn á þingið þá sjá þeir um að koma stjórnarskránni í það form að hún verði hvatning að betri siðum, efli stöðu þjóðarinnar gegn valdhöfum og bæti kannski eitthvað mannlífið.

Samfélagið er í rusli í dag og auðvitað vill fólk fá betra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Jakobína, það vantaði svona jákvæða rödd.  Ég þarf að vinna í neikvæðninni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband