Úlfur Úlfur

Hæstvirtur forsætisráðherra er í vanda. Hún stýrir ríkisstjórn þar sem hver ráðherra fer sínu fram án samráðs við aðra. Þrátt fyrir fyrirheit um gagnsæi og opið samráðsferli hefur leyndin og baktjaldamakkið  aldrei verið meira hjá neinni ríkisstjórn og fer sjálfur forsætisráðherrann þar fremstur í flokki. Þess vegna þýðir ekki fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að kvarta undan agaleysi í ríkisstjórninni núna. Hún er verkstjórinn.  Annað hvort losar hún sig við Jón Bjarnason eða segir af sér og boðar til kosninga. Hún getur ekki núna eftir það sem á undan er gengið í sambandi við ákvörðun Ögmundar Jónassonar,  leyft Jóni Bjarnasyni að komast upp með að ganga þvert gegn stjórnarsáttmálanum og loforðum beggja stjórnarflokkanna í kosningabaráttunni um uppstokkun á kvótakerfinu. Hún á að sýna LÍÚ hver er húsbóndi á stjórnarheimilinu og leggja sjálf fram nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp sem fari í þjóðaratkvæði að lokinni þinglegri meðferð.  Jón Bjarnason fékk sitt tækifæri og klúðraði því.  Vonandi klúðrar Jóhanna ekki tækifærinu til að losa sig við villugjarnan meðreiðarmann og leiðrétta kúrsinn. 
mbl.is Þetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Jóhanna á bara að drífa í því að slíta þessu sundurleita og sundraða stjórnarsamstarfi þar sem hver höndin er uppi á móti annari og ekki samkomulag um eitt eða neitt. Meira að segja aðalmálið ESB helförin, allir vita að VG eru á móti en samþykktu að gefa eftir til að fá stólana vinsælu. Sviku þar með alla sína kjósendur svo hrikalega að sennilega þurrkast flokkurinn út í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Samfylkingin mun að öllum líkindum aldrei bjóða sig fram aftur undir óbreyttu nafni og reyna þannig að lifa af. Það er bara þeirra háttur.

Viðar Friðgeirsson, 28.11.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já Viðar, VG og sérstaklega Steingrímur hafa valdið kjósendum sínum miklum vonbrigðum. Steingrímur áttar sig ekki á því að fastafylgið er ekki nema 10-11%, og allt umfram það er óánægjufylgi sem mun snúa sér annað eftir þessi "svik" VG. Varðandi SF er ég ekki sammála. Samfylkingin ætlar sér að vera á miðju stjórnmálanna, opin í báða enda eins og Framsókn hér áður fyrr. Vittu til, næsta ríkisstjórn mun samanstanda af SF og Sjálfstæðisflokki og ESB umsóknin verður lögð á ís

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband