Nóg af þorskum í sjónum og á landi

Nú er ekki hægt að bíða lengur með að auka þorskkvótann.  Þjóðarbúinu er að blæða út og auknar útflutningstekjur án tilsvarandi fjárfestingar er það eina sem getur bjargað okkur frá gjaldþroti.  Fleiri virkjanir og stærri álver bjarga engu.

Túrisminn og fiskurinn verða að skila því í ríksbaukinn sem talið er eðlilegt afgjald þeirra sem einoka nýtingu þessara atvinnugreina. Upptaka hráefnisgjalds og afnám auðlindagjalds í sjávarútvegi gæti hæglega nægt til þess að hægt sé að tvöfalda persónuafsláttinn og aukningin á gjaldeyristekjum gæti nýzt strax til lækkunar á erlendum lánum.  Hvað eru stjórnmálamenn að hugsa!

Þetta allt er í hendi.  Það er hægt strax á morgun að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn og afnema kvótasetningu meðafla tegunda jafnhliða.  Það má nefnilega ekki auka þorskkvótann og halda meðaflategundum innan óbreytts kvóta. Það er ávísun á 100% brottkast. Nóg er nú samt brottkastið og viðbjóðurinn í þessu heimskulega kvótakerfi. Meðafli við þorskveiðar eru gjarnan ýsa, ufsi, karfi og flatfiskur. 

Allt sem þarf er pólitískur kjarkur og þor.  Pólitíkusar verða að hafa kjark til að móta pólitíska stefnu án þess að spyrja hagsmunaaðila um leyfi.  Öðru vísi gengur þetta þjóðfélag ekki.


mbl.is Kvótinn verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist sem að Hafró hafi reiknað út að þorskstofninn í ár væri heldur minni nú en í fyrra - þannig að það verður ekki mikil aukning á veiðum ef farið verður eftir þessari vitleysu og svo má búast við sveiflu niður á við í framhaldinu.

Sigurjón Þórðarson, 5.4.2013 kl. 10:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Stofninn mun minnka verði kvótinn ekki aukinn. Það gerist þegar stórfiskurinn fer að éta smáfiskinn.  Það er bara náttúran að vernda stofninn. En góðu fréttirnar úr hafinu eru þær að skilyrðin eru góð.  Nægt æti enn sem komið er. Á móti veldur það mér áhyggjum að fiskurinn er að færa sig norðar .  það er eitthvað sem þarf að rannsaka til að geta brugðist við.

En þið þurfið að athuga betur með þetta auðlindakjaftæði þarna hjá Dögun.  Ég setti inn athugasemd hjá Friðriki Þór en fékk engin viðbrögð. Hvort heldur þú að skili meiru í afgjald, hráefnisgjald sem reiknist föst % af hverju seldu kílói á markaði eða þessi auðlindarenta sem búið er að samþykkja?  Þetta er grundvallaratriði Sigurjón.  Við verðum að hætta að kalla fiskinn auðlind.  Fiskurinn er bara hlunnindi sem ber að fara vel með og nýta í allra þágu.  Þetta auðlindakjaftæði er komið úr smiðju hagfræðinnar.  Sem byggir á lögmáli skortsins.  En fiskveiðar á bara að reka eins og hvern annan búskap. Ekkert flóknara.  Fiskimiðin eiga að skila okkur sama meðalafla miðað við eðlilegt árferði og þau hafa alltaf gert.  Þar er ég að tala um 500 þúsund tonn af botnafla. Fyrir 30 árum sáu menn að auka mátti hagkvæmni með því að kvótasetja landbúnaðinn.  Þetta virkaði vel fyrir þá útvöldu bændur sem fengu kvótann, en enga aðra.   Sama var svo gert í sambandi við sjávarútveginn. Þetta hafði ekkert að gera með verndun vegna ofveiði. Þetta var pólitísk aðgerð til að hægt yrði að koma böndum á atvinnugreinina.  Pólitíkusar vilja bara fá vald til að útdeila gæðunum.Þannig gera þeir sig ómissandi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2013 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband