Hjóladólgarnir

Heitt er núna hamsi í
hjóladólga liði
ef ég á morgun mætti því
mest af öllu kviði

Á bílstjóranum brutu rétt
og bloggið hefur logað
En fyrst þeim þykir þetta frétt
þá er eitthvað brogað

Eins þótt liggi okkur á
æðrulausir verum
og bíðum meðan brunar hjá
breiðfylking á sterum

Um Álftanesið leiðin lá
leiddist einum dólið
en lenti á bíl sem beygði hjá
og beyglaði smá hjólið

Hérna verið hafið þið
í háði sundur dregin
Fáráðlingar fastir við
fótstig báðum megin

Tounge

 


mbl.is Ók í veg fyrir hjólreiðafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þinn er kviður kominn heim,

kútur fagnar afa.

En árans hjólin eru "leim"

og engan rétt þau hafa.

Sæmundur Bjarnason, 21.4.2013 kl. 23:04

2 identicon

Mætir mæla mögur orð

Undan hjólum væla

á bílum reyna fremja morð

Í löggunni svo skæla.

Mosi litli (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 23:48

3 identicon

Hjólið hefur sama rétt

og hann sem úti ekur,

skammist ykkar gamla stétt

sem réttinn af þeim tekur.

Iðunn Arna Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 23:56

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á bílstjóranum brutu rétt
og bloggið hefur logað
En fyrst þeim þykir þetta frétt
þá er eitthvað brogað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2013 kl. 00:59

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eins þótt liggi okkur á
æðrulausir verum
og bíðum meðan brunar hjá
breiðfylking á sterum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2013 kl. 01:05

6 identicon

Mikill djöfull geturðu verið mikill fífl. Gerðu grín af fólki sem ekið var fyrir, því ekki? Væri þessi tónn í þér sá sami, ef þessi hjólreiðarmaður hefði slasast alvarlega?

Örn (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 03:40

7 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

þetta er ökuníðingur af verstu sort,gaf ekki stefnuljós sem er mjög algengt,

þennan glæpamann verður að kæra.

Bernharð Hjaltalín, 22.4.2013 kl. 06:29

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Yrkir vísur alveg hann

útum flestar grundir.

Laxdal greyið lítið fann

sem logar allar stundir.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2013 kl. 11:07

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vísnarutli vanur er

virðist móti hjólum.

Útá vegi alltaf fer

á öldnum skrapatólum.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2013 kl. 11:11

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Laxdal er löngum frekur

lífdílsil elskar hann.

Límósín löngum ekur

listina skeytlu kann.

Sæmundur Bjarnason, 22.4.2013 kl. 11:17

11 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Um Álftanesið leiðin lá
leiddist einum dólið
en lenti á bíl sem beygði hjá
og beyglaði smá hjólið

Hérna verið hafið þið
í háði sundur dregin
Fáráðlingar fastir við
fótstig báðum megin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.4.2013 kl. 16:03

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar ég á kadilakknum renn

að mörgu er að gá:

til þess eru hjólreiðamenn

að keyra yfir þá

Þegar maður bíl sínum ekur

er maður seint dauðans matur

þó um yfirakstur gerist sekur

en hjólreiðamaðurinn flatur

að slysum enginn geri gys

guðs er mikill kraftur

reiðmaður fór til helvítis,

en honum skaut upp aftur

(Allt í lagi, þessi síðasta er svolítið í stolnari kantinum)

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2013 kl. 20:04

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jóhannes yrkir:

Á bílstjóranum brutu rétt

Hann er að yrkja um eitthvað allt annað en fréttin fjallar um!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson ekur vonandi ekki í umferðinni fyrst hann kann ekki umferðarreglurnar.

Skeggi Skaftason, 22.4.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband