Falskt öryggi

Einkabankavæðingin á íslandi er siðlaus. Þar var á mjög skömmum tíma breytt eðli bankaþjónustunnar til hins verra.  Núna er öllum reikningsviðskiptum beint í þessa heimabanka og reikningar jafnvel ekki lengur sendur í pósti. Þannig hafa margir verið neyddir til að nota heimabanka þótt þeir hefðu kosið annað.

Ég er ein af þessum risaeðlum, sem neita að nota heimabanka. það hefur valdið mér óþægindum þegar reikningar eru annars vegar en til hvers að eiga viðskipti við bankastofnun þegar maður þarf sjálfur að vera sinn eiginn gjaldkeri og þar að auki að vera öryggisvörður og dyravörður!

Ég segi nei takk við heimabanka því ég hef kynnt mér tölvuöryggi og veit hversu erfitt er að tryggja algert öryggi á netinu. Þar gildir lögmálið um öfuga hlutfallið. Eftir því sem varnirnar eru öflugri þeim minni virkni á netinu og öfugt. Hámarksöryggi næst við að aftengja routerinn. Þótt ég geti minnkað áhættuna við að nota netbanka og greiðslukort í tölvunni með því að vista ekki cookie skrár og slökkva á java, þá tók ég bara þá ákvörðun að stunda ekki netviðskipti.  Hvorki í banka eða með því að versla.  Og þetta er alveg hægt. Alveg eins og það er hægt að hætta að reykja og hætta að drekka þótt margir trúi öðru.

En þegar sífellt fleiri tæki eru orðin nettengd þá hefur hættan aukist. Það er því mjög mikilvægt að bankar og greiðslukortafyrirtæki komi sér upp öruggu viðmóti.  það er ekki til staðar í dag.  Á netinu ríkir falskt öryggi.  Á morgun gæti þvottavélin verið farin að njósna um þig!  Því netsamband yfir rafmagn er staðreynd.


mbl.is Stela öllu með einum smelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég nota nú reyndar heimabanka sjálfur en ég skil hvað þú átt við samt. það er ekki skylda að eiga tölvur eða hafa heimabanka! En það er látið eins og það sé bara lögbundið að vera með nettengingu, heimabanka og jafnvel snjallsíma. þetta er rugl. Bara þvæla og kjósi fólk að nota þetta drasl ekki þá ber bara að virða það...

ólafur (IP-tala skráð) 27.11.2014 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband