Hlýtur að varða við lög um ráðherraábyrgð.

Ráðherra sem með stjórnsýsluákvörðunum sínum veldur ríkissjóði skaða upp á milljarða hlýtur að falla undir skilgreiningu laganna um stórfelldan skaða.  Um lögin segir á Wikipedia:

Á Íslandi bera ráðherrar, sem æðstu handhafar framkvæmdarvalds, ábyrgð gagnvart Alþingi skv. 14. gr. stjórnarskrárinnar og kallast þessi ábyrgð ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgðin greinist í pólitíska ábyrgð annars vegar og hins vegar lagalega ábyrgð.

Pólitíska ábyrgðin felst í því að ráðherra verður að hafa traust meirihluta þingmanna ellegar getur Alþingi samþykkt vantrauststillögu gegn ráðherranum og neyðist þá ráðherra til að segja af sér.

Lagalega ábyrgðin felst í því að meirihluti Alþingis getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur hans og skal kæran sett fram sem tillaga til þingsályktunar.

Samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð ber ráðherra refsiábyrgð í þrenns konar tilvikum[2]:

  • Ef hann brýtur gegn stjórnskipunarlögum landsins (stjórnarskránni)
  • Ef hann brýtur gegn öðrum lögum
  • Ef hann misbeitir stórlega valdi sínu eða framkvæmir nokkuð eða veldur því að framkvæmt sé nokkuð sem stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.

Einungis Landsdómur getur dæmt eftir þessum lögum. Brot gegn lögunum varða embættismissi, sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Dómar Landsdóms eru fullnaðardómar og verður ekki áfrýjað.

Framganga Sigurðar Inga sem ráðherra hlýtur að vera öllum áhyggjuefni.  Umdeildar ákvarðanir hans og málafylgja hefur kostað ríkissjóð milljarða í auknum útgjöldum og hann á sér engar málsbætur.  Píratar hljóta að semja og leggja fram þingsályktun um að ráðherrann víki strax ellegar verði hannn saksóttur á grundvelli brota á 14.gr stjórnarskrárinnar.

Þjóðin á engan annan bandamann á Þingi en Pírata.  Það er því til þeirra fyrst og fremst sem við horfum til að vekja athygli á spillingunni og samtryggingunnni sem er innmúruð í fjórflokkinn.


mbl.is Kostar ríkið að minnsta kosti 1,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband