Áhyggjur Birgittu réttmætar

Hugmyndafræðilegur tilveruréttur Pírata er svo veikur að í raun getur tiltölulega fámennur hópur yfirtekið hreyfinguna. Ekki bara frjálslyndir hægri menn heldur ekki síður vinstri sinnaðir forræðishyggjusósialistar. Einn slíkur flaut inn í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu kosningum.

Píratar þurfa því að þétta raðirnar og fara að starfa eins og alvöru stjórnmálaafl. Koma upp á yfirborðið með skýra pólitíska sýn á það samfélag sem það vill byggja upp.  Það er greinilega mikil óánægja með flokkana á þingi en þessarar skoðanakannanir eru ómarktækar að því leyti að mjög fáir taka afstöðu í því úrtaki sem valið er.

En Píratar eru alltof værukærir í vímu velgengninnar. það er bara 1 ár og 3 mánuðir í næstu alþingiskosningar og það er ekki langur tími. Ef Píratar vilja tryggja sitt fylgi verða þeir að fara að tala einum róm um grunngildin. Ef grunngildin ganga gegn frjálshyggustefnunni þá þurfa menn ekkert að óttast því kjósendur sjá í gegnum pólitísku loddarana en ef grunngildin eru óljós þá er eins líklegt að allt springi framan í þá eins og gerðist með Borgarahreyfinguna og Dögun.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband