Hamlandi eftirlitsiðnaður

Nú þegar málefni bænda og íslenzks landbúnaðar er í sviðsljósinu þá staðfestir þessi frétt í hvers konar fjötrum greinin er. Þarna er fyrirtæki í eigu bænda að fara inn á fákeppnismarkað sem búið er að skipta á milli fárra stórra sláturleyfishafa og þá er reynt með öllum ráðum að leggja stein í götu þeirra. Eru kannski eftirlitsmenn Matvælastofnunar á mála hjá Sláturfélaginu og þeim sem telja sig eiga þennan markað?  Þarf að krefjast úttektar á starfsreglum og setja upp eftirlit með eftirlitinu?  Hversu steikt væri það??

Væri ekki nær að stuðla að meiri nýsköpun á meðal bænda og leyfa þeim að vinna sjálfum úr sínum afurðum í stað þess að vernda fákeppni afurðastöðva með íþyngjandi eftirliti, verndartollum og beingreiðslum.  Fækkun sláturhúsa var heimskuleg og vó að undirstöðum margra byggðakjarna. Í kjölfarið kom svo enn meiri röskun þegar þjónustu póstútibúa og banka var hætt og fólki gert að sækja þessa þjónustu um langan veg með tilheyrandi kostnaði og óvissu sem því fylgdi.  Aldrei var lagt mat á þjóðfélagslegt óhagræði þessara breytinga heldur alltaf einblínt á hagræðingu fákeppnisaðilans sem málið snerti.

Við eigum að læra af hinum danska Frank Ladergaard, sem hefur sýnt í gegnum sjónvarpsþáttaröðina, Bonderöven, hvernig fullkomlega sjálfbær landbúnaður er stundaður í Danmörku. Hér ætti stefnan auðvitað að vera fólgin í stuðningi við sjálfbæran landbúnað fyrst og fremst. Ekki dekur við MS og SS eða KS og KASK. Hér er nefnilega ekkert matvælaöryggi fólgið í landbúnaðarstyrkjakerfinu. Bændur eru jafnvel enn háðari innflutningi rekstrarvara heldur en íslenskur almenningur er háður kjötinu og mjólkinni frá bændunum.

Breytið þessu gott fólk og þá skulum við tala saman.


mbl.is Þurfa ekki að gera boð á undan sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég er gjörsamlega ósammála þér um að eftirlits með matvælum sé ekki þörf, hvað sem líður fákeppni. Það mætti gjarnan vera mikið meira, víðtækara og tíðara eftirlit en það sem er í dag. Og engum aðila er treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér eins og tíðkast víða.

Ég hefði engan áhuga á því að kaupa neinar afurðir frá sláturhúsi þar sem ekkert eftirlit fer fram. Í fréttinni kom fram að eitt af því sem var ábótavant í janúar var hitastig í kæli. Kannski þetta sé ekkert mikilvægt fyrir þig, en ég frábið mér úldið kjöt.

Og eftirlit þar sem gert er boð á undan sér er ekki almennilegt eftirlit.

Aztec, 2.3.2016 kl. 13:40

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Staðreyndin er, að hér eru alltof margir aðilar sem starfa í þessum eftirlitsiðnaði. Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og Dýralæknar sinna sambærilegu eftirliti. Þetta þarf að einfalda og gera meiri kröfur um að innra eftirlit sé í lagi og eins ætti eftirlit að vera í samvinnu allra en ekki til höfuðs atvinnurekendum. Dúralæknar sinntu þessu hér áður fyrr og það var aldrei vandamál. Í þessu máli með Sláturhúsið á Seglbúðum þá virðist fulltrúi MAST kominn í stríð við þetta fyrirtæki og hótar því að draga útgáfu nauðsynlegra leyfa til að kenna þeim lexíu!  Þennan eftirlitsmann á að taka á teppið og setja í önnur verk. Honum er greinilega ekki treystandi til að gera óvilhalla úttekt á þessum vinnustað.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2016 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband