Byggingarfulltrúi blessar braskið

Ég er ekki maður boða eða banna en í siðuðu samfélagi verða þó að vera grunnreglur. Og þeim á ekki að breyta nema almannahagur krefjist. Núna eru borgarfulltrúar og embættismannakerfið á fullu við að framkvæma nýja byggðastefnu sem þau kalla þéttingu byggðar. Hljómar vel og skynsamlega en framkvæmdin hefur gjörsamlega mistekist. Umsagnarferli skipulagsbreytinga virkar ekki og fáheyrt að hlustað sé eða tekið mark á gagnrýni. Þetta þarf að hugsa upp á nýtt og breyta leikreglunum. Þegar fólk ákveður búsetu, hvort heldur í nýjum eða grónum hverfum, þá þurfa menn að geta treyst því að ekki verði kominn byggingarkrani daginn eftir og húsið við hliðina rifið og byggt í staðinn fjórum sinnum stærra hús með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum fyrir alla nágrannana.

Hvernig væri til dæmis að setja á svo hátt gjald fyrir að heimila niðurrif húsa í gróðaskyni að braskarar fari að hugsa sig tvisvar um?  Í bólum höfum við séð ótal heil hús rifin í þeim eina tilgangi að byggja stærra og hærra með gróðann einan að leiðarljósi.  Hvernig væri að láta nú grónu hverfin í friði og þið einhendið ykkur í að skipuleggja ný hverfi þannig að skipulaginu megi ekki breyta. Er það til of mikils mælst?


mbl.is Grettisgata 4 rifin og blokk byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband