Viðurkenna fákeppni en skilja ekki hugtakið!

Ég hef lengi talað fyrir því að löggjafinn taki á þeim einokunar og fákeppnismarkaði sem hér er og núna loks viðurkennt af samkeppniseftirlitinu. Það gera menn með lagasetningu, sem er í eðli sínu gjörólík lögum sem gilda á samkeppnismarkaði þar sem framboð og eftirspurn stjórnar. Á fákeppnismarkaði gilda leikreglur sem koma í veg fyrir mikið af þeim brotum sem samkeppniseftirlitið okkar hefur verið að fást við og ekki fengið botn í.  Ef hér væru fákeppnislög í gildi þá hefðu til dæmis olíuforstjórarnir, grænmetisfurstarnir og banka og bótasjóðaþjófarnir farið beint í fangelsi.

Að fá þetta tekið á dagskrá er fyrsta skref. En það þarf að vinna fljótt og vel til að breyta því sem breyta þarf.  Samt eiga þingmenn ekkert að fara að sérsníða lög að séríslenskum sið.  Þeir geta tekið upp þá lagabálka í nágrannalöndunum sem um þau mál gilda.  Og í framhaldinu væri tilvalið að taka upp alvöru neytendavernd eins og til stóð árið 2008.  Hringja kannski í Björgvin byttu og spyrja hann hvar frumvarpið hans er?.  Hann var ekki byrjaður að drekka aftur þá og man þetta kannski cool


mbl.is Staðfesta fákeppni á tryggingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband