Plottað í Garðabæ

Allir vita að það er ekki armslengd á milli Bjarna Benediktssonar , efnahagsráðherra og bæjarstjórans í Garðabæ,  þessvegna má gera ráð fyrir því að staðarvali nýs spítala verði breytt. Ákvörðunin er í raun tekin og aðeins eftir að fá formlegt samþykki þingsins, sem ætti að vera auðvelt mál þegar rökin fyrir breyttu staðarvali eru vegin og metin.

Sigmundur færir pottþétt rök fyrir því að spítalinn verði byggður í landi Vífilstaða.  Rök sem ég er fyllilega sammála, ekki síst þeim rökum að framkvæmdir á Hringbraut munu valda óbætanlegum óþægindum fyrir starfsfólk og sjúklinga á meðan á framkvæmdum stendur og það eitt ætti að vera næg ástæða fyrir að bakka frá þeirri arfavitlausu framkvæmd.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öll íbúðauppbygging framtíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu færist fjær og fjær Hringbrautarbullinu ásamt vaxandi samgönguerfiðleikum við það útnárasvæði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2016 kl. 19:17

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já það er rétt Axel.  En það gæti farið að kvarnast úr þessari bogarímynd. Seljahverfi tilheyrir í raun Kópavogi og nú les ég hugmyndir Grafarvogsmanns um að sameinast líka Kópavogi. Vonum bara að Sigmundur færi ekki alþingi úr Reykjavík í næsta pistlicool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2016 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband