Hvað greiddi ASÍ fyrir Ásmundarsal 1996?

asmundarsalur.jpgEftir að fréttir bárust af fyrirhugaðri sölu Listasafns ASÍ á Ásmundarsal við Freyjugötu hef ég reynt að afla mér upplýsinga um sögu hússins og hvernig það komst í eigu ASÍ.  Hefur sú upplýsingaöflun gengið treglega og litlar upplýsingar að finna á netinu. Þó veit ég núna að eftir að Ásmundur dó þá keypti Arkitektafélag Íslands húsið af dánarbúinu og átti það til ársins 1996. En þá kaupir Ingibjörg Sólrún húsið fyrir hönd Reykjavíkurborgar og hyggst breyta því í leikskóla. Engar upplýsingar er að finna um kaupverðið en ásett verð var 22 milljónir 1995.  Síðan gerist það að ASÍ á 80 ára afmæli 1996 og við það tækifæri ákveður Ingibjörg Sólrún og R-Listinn að afsala ASÍ húsinu án nokkurs samráðs og í lokuðu ferli þar sem enginn fékk að skila inn kauptilboði. Í ljósi þess að nú hefur ASÍ selt þetta hús fyrir 168 milljónir þá finnst mér eðlileg krafa, að Reykjavíkurborg og ASÍ upplýsi um meint söluverð árið 1996 og hversu mikið ASÍ greiddi í raun af ásettu verði.  Ekki er nóg að birta afrit af kaupsamningi heldur verður að upplýsa um hvort greiðslurnar skiluðu sér í raun og veru.

Ef í ljós kemur að þarna hafi farið fram "Borgunarsalan" hin fyrsta þá væri gott að upplýsingarnar kæmu fram fyrr en seinna. Allavega áður en Gylfi eyðir ágóðanum í eigin hít.


mbl.is Listin áfram í Ásmundarsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég kaupi ekki skýringar ASÍ, að rekstrarhalli uppá 1-2 milljónir séu ástæðan fyrir sölunni. Einnig er grunsamlegt að einungis 2 dagar líða frá tilkynningu um fyrirhugaða sölu þartil kauptilboð er samþykkt. Og ef ASÍ ætlar áfram að rækja skyldur við gefendur listaverkasafns ASÍ þá þarf núna að leigja húsnæði undir sýniningaraðstöðuna og ekki er það gefið á þessum bólutímum. Ég hélt í einfeldni að módelið hans Árna Sigfússonar úr Reykjanesbæ væri ekki lengur viðurkennt sem tær snilld en þeir sem sýsla með annarra manna fé eru víst aldrei uppiskroppa með hagfræðilausnir sem við almúginn skiljum ekki.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.5.2016 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband