Misskilningur hjá félaga Vilhjálmi

Vilhjálmur er einn skeleggasti málsvari launamanna á Íslandi í dag en því miður gætir ákveðins misskilnings hjá honum varðandi sjómannaafsláttinn svokallaða, sem er núna annað af tveimur atriðum sem ekki hefur náðst sátt um gagnvart útgerðarmönnum. Vilhjálmur ber saman dagpeningagreiðslur annars vegar og sjómannaafsláttinn hins vegar og vill sækja bætur til útgerðarinnar vegna afnáms skattaafsláttar í formi sjómannaafsláttar. Þetta er röng kröfugerð og auðvitað hafna útgerðarmenn svona kröfu.  Sjómenn eru jú fjarri heimilum vegna vinnu en þeir bera engan kostnað af því fyrst samkomulag er um að útgerðin greiði fæðið. Og útgerðin skaffar jú húsnæðið ekki satt. Þess vegna eru rök Vilhjálms og félaga fyrir að halda þessari kröfu til streitu byggð á misskilningi því þeir vilja varla að löggjafarvaldið bindi enda á deiluna með inngripi sem fæli í sér endurupptöku sjámannaafsláttar.

Sjómannasamningar eiga að vera á milli sjómanna og útgerðarmanna og menn eiga að sjá sóma sinn í að klára þá samninga strax. Kostnaðarþátttöku sjómanna í útgerðarkostnaði verður að linna og tryggja þarf betur ráðningarsamninga sjómanna og tryggja að eftir samningum sé farið undantekningarlaust.  Sjómenn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir glopra niður hlutaskiptakerfinu.  En á því er raunveruleg hætta ef vælið um gengisstyrkingu krónunnar heldur áfram hjá forystumönnum sjómanna.

Sjómenn sitja ekki við sama borð og annað launafólk.  Þeirra laun eru gengistryggð. Ólíkt öllum öðrum stéttum, sem hafa tapað á síendurteknum gengisfellingum hafa þessar sömu gengisfellingar fært sjómönnum margfaldar kjarabætur undanfarin 10 ár. Það er í lagi að skila einhverju af því til baka til hins almenna launaþræls í landi sem öfugt við sjómenn hagnast á styrkingu gjaldmiðilsins svo fremi að kaupmenn steli ekki ábatanum jafnóðum. En þar á verkalýðshreyfingin að standa vaktina.


mbl.is Sjómenn eiga að sitja við sama borð og annað launafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband