Eddan á ekkert erindi við almenning.

Til hvers í ósköpunum er verið að sýna frá þessari árshátið lista og fjölmiðlaelítunnar í beinni útsendingu á RÚV? Ef þetta á erindi við almenning þá mætti alveg eins með sömu rökum sýna frá árshátíð Rúv og árshátið 365 miðla!  

Listafólkið okkar ætti í alvörunni að endurskoða þessa uppskeruhátíð og útiloka fastráðna starfsmenn RÚV frá tilnefningum og veitingu viðurkenninga. Fólk sem er á framfæri skattborgara þessa lands á ekki að verðlauna fyrir að vinna vinnuna sína!  En listamönnum er nokkur vorkunn því dagskrárstjóri RÚV er allt of valdamikill þegar kemur að gerð sjónvarpsefnis og þar með lífsafkomu allra þeirra sem starfa við þessa listgrein.  Fátt vekur meiri gremju hjá mér en sjá nöfn Skarhéðins Guðmundssonar og Laufeyjar Guðjónsdóttur í kreditlista íslenskra bíómynda og sjónvarpsefnis. 


mbl.is Leikarahjón verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband