Skúrkurinn heitir Bjarni Ben

Það er ekki bara Austfirðingum, sem er misboðið hvernig landinu er stjórnað, heldur ætti öllum landsmönnum, með snefil af skynsermi, að vera misboðið.  Og ekki bara útaf þessum dæmalausa niðurskurði samgönguráðherrans á einstökum framkvæmdum, heldur ekki síst ábyrgð þingsins og síðustu ríkisstjórnar á klúðrinu. Því það var þáverandi fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, sem lagði fram fjárlög fyrir árið 2017 og lét samþykkja þau í þinginu. Þessi sami maður er nú orðinn forsætisráðherra í annarri og verri ríkisstjórn og vill ekki kannast við eigin ábyrgð á innihaldslausum kosningaloforðum fyrri ríkisstjórnar sem birtast okkur í dag í marklausum fjárlögum 2017.  Hvernig í ósköpunum kemst maðurinn upp með svona ómerkilegheit trekk í trekk?  Hvað eru fjölmiðlar að hugsa að þagga niður hvert hneykslið, sem Bjarni Ben er viðriðinn á fætur öðru?  Hefur mönnum verið hótað eða hvað skýrir að við skulum sitja uppi með óheiðarlegan og lyginn forsætisráðherra? Mannleysu sem virðist ekkert geta nema bakað kökur.

Við þurfum ekki kökugerðarmann.  

Við þurfum heiðarlegan og ærlegan mann sem þjónar almenningi og íslenskum hagsmunum fyrst og síðast!


mbl.is Okkur er algjörlega misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband