Bjarni enn í baðkerinu

Hvenær ætli Sjálfstæðisflokkurinn manni sig upp í að hleypa þessu skítuga baðvatni úr karinu og Bjarna með.  Víst er að þessar upplýsingar sem nú hafa komið fram koma sér illa fyrir flokkinn.  

sjá hér :

Seldi í Sjóði 9 sama dag
og neyðarlögin voru sett

„Ég átti á sínum tíma eitthvað í Sjóði 9 en ég man ekki eftir því að það hafi verið eitthvað sem mig rekur minni til að hafi skipt einhverju máli.“

Og þessi lygari er forsætisráðherra! Hvað gerir Guðlaugur Þór núna? 

Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington
Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans

Er verið að nota nafn íslenska ríkisins og fé almennings til æruþvotta á persónulegum ávirðingum einstakra manna?

 


mbl.is Oddviti kallar eftir rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann seldi bréfin 4 dögum fyrir neyðarlög. Umsýslan tók fjóra daga. Hann innleysti enga peninga heldur flutti þá í tvo aðra sjóði innan sama banka. Hann sat svo með þessar eignir fastar í mörg ár vegna neyðrlaganna.

Össur seldi sín bréf í spron og innleysti eignina í peningum korteri fyrir hrun. Hann var þá iðnaðarráðherra. Hann fékk svo vegtyllu sem utanríkisráðherra í næstu stjórn. Málið var athugað og ekkert misjafnt kom í ljós. 

Hættu að hanga eins og hundur á roði á rangfærslum og móðursýki. Þú gerir þig bara að kjána. 

Þessar pólitísku sýruárásir og mannorðstilræði sýna bara málefnafátæktina hjá vinstrinu. 

Annars er þér jú frjálst að þeyta um þessum örvæntu vindhöggum þínum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband