Anarkisti skilgreinir sig til vinstri

jon gnarrAnnar þekktasti anarkisti Íslands, Jón Gnarr, hefur nú opinberlega skilgreint sig sem vinstri mann. Hinn anarkistinn, Birgitta Jónsdóttir, horfði á flokkinn sinn færast til vinstri án þess að gera tilraun til að breyta um kúrs.  Þetta er held ég, aðalskýringin á minnkandi meðbyr Pirata fyrir þessar kosningar. Fólk hefur ekki lengur væntingar um að Piratar breyti neinu.  Þeir eru bara enn ein viðbótin við vinstri flóruna sem er þegar ofmönnuð af eigin primadonnum. Jón Gnarr hefði átt að fá sér vinnu hjá Pírötum...

Hvað sem Piratar segja, þá er enginn grundvallarmunur á hugmyndafræði Pirata eða Samfylkingar eða Bjartrar framtíðar. Flokkurinn sem í raun og veru átti að taka yfir miðjufylgið í íslenzkri pólitík glutraði niður þessu einstaka tækifæri vegna eigin stefnuleysis.

Í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar eru menn beðnir um að skilgreina helstu keppinauta og andstæðinga þess stjórnmálaafls sem líklegast er að menn kjósi. Ég held að fleiri en ég munu telja Samfylkinguna helsta keppinaut Pirata um atkvæðin.  Þess vegna geri ég engar athugasemdir við orð þeirra sem gagnrýna Pirata fyrir að vera sósialdemokratar. Tilraunin til að stofna anarkiska fjöldahreyfingu misheppnaðist.

Ísland er ekki tilbúið fyrir breytingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mætti ekki alveg eins segja að sitjandi ríkisstjórn sé anarkisti?

http://www.ruv.is/frett/bodid-ad-taka-a-moti-10-hinsegin-flottamonnum

Jón Þórhallsson, 12.10.2017 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband