Einhver þarf að tala við Sigmund

simmiHér er spurning fyrir geðlækna. Er hægt að fara í svo mikla afneitun að maður missi úr heilt ár af ævi sinni?

28.október næstkomandi, er nákvæmlega 1 ár liðið síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var slitið og við gengum til kosninga. En Sigmundur Davíð talar alltaf eins og hann hafi verið forsætisráðherra í síðustu ríkisstjórn, en bara farið í tímabundið frí og nú sé hann tilbúinn að snúa aftur og taka við stjórnartaumunum. Mér finnst þetta óþægilegt.  Og það er illa gert af þessu liði sem fylkir sér um keisarann og skýlir nekt hans, að vera svona meðvirkt.

28.október n.k. göngum við til kosninga og kjósum nýja áhöfn á skútuna Alþingi. Þá fyrst er hægt að huga að því að ráða skipstjóra. Og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það verði ekki Sigmundur Davíð sem verði fyrir valinu.  Því er það fullkomlega ótímabært að gera hans persónulegu minnisblöð, að möndlinum, sem þessar kosningar snúast um.

Því þetta sem hér birtist í samantekt blaðakonunnar, er engin stefna.  Þetta eru bara punktar úr minnisblöðum eins og menn hripa gjarnan niður til frekari úrvinnslu. Kannski er hægt að nýta þessa punkta en sú vinna á langt í land. Þegar Miðflokkurinn hefur klárað heimavinnuna má segja að hann sé tilbúinn í kosningar. En núna er brýnt að einhver tali við Sigmund og láti hann vita, að hann er ekki bara í fríi sem forsætisráðherra. Heldur hafi hann verið neyddur til að segja af sér vegna spillingarmála og hugsanlegra skattsvika. Í millitíðinni höfum við fengið yfir okkur ömurlegustu ríkisstjórn allra tíma og nú þurfum við þjóðin á fríi að halda frá honum og hans líkum. Þetta verður drengurinn að skilja. 


mbl.is Vill ráðast í kerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband