Hver er þessi Logi Bergmann?

Nafni hans sem les las fréttirnar á stöð 2 er víst líka hættur og kominn til Árvakurs eftir því sem slúðrað er.  En varla er nú verið að setja lögbann á störf hans? Og hvernig dettur mönnum í hug að halda því fram að Árvakur eigi í samkeppni við 365? Hvaða svið starfssemi þessara tveggja fyrirtækja eru það sem skarast?

Þessi Logi sem er nafni Loga Bergmanns, er sagður hafa lofað fyrir 12 árum að vinna ekki strax hjá samkeppnisaðila Stöðvar 2, þegar hann hætti hjá þeim. Sá samkeppnisaðili hefur væntanlega verið RUV en ekki Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins.  Af hverju hringja menn ekki í Pál Magnússon og spyrja hann útí þessa klausu.  Hann var alla vega sjónvarpsstjóri og fréttastjóri á stöð 2 fyrir 12 árum. En kannski er Kristín Þorsteinsdóttir bara að sýna vald sitt.  Hvað svo sem er í gangi snertir það ekki almenning. Og þess vegna langsótt að bera þetta lögbann saman við lögbannið sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar af meintum fjárhagsviðskiptum Bjarna Ben í aðdraganda falls Glitnis


mbl.is Lögbann á störf Loga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband