Friðhelgi þingmanna og fyrningar saka

bjarnibenSamkvæmt fréttum RUV í gær eru fleiri þingmenn heldur en Bjarni Benediktsson, flæktir í viðskiptanet Glitnis glæpabankans. Nú hljóta fréttamenn að bretta upp hendur og einhenda sér í að upplýsa hverjir það voru. Áður en sýslumaður FLokksins birtist á ritstjórnarskrifstofunni og lögbannar fréttaflutning í nafni FLokksins. Sama hvað menn segja.  Það er ekki búið að upplýsa um þátt stjórnmálamanna í hruninu.  Hvernig viðskiptum þeirra og braski var háttað og hverjir björguðu öllu sínu undan falli bankanna eins og Bjarni Ben og fjölskylda hans.  Það er einfaldlega lygi , að allir hafi vitað um yfirvofandi bankahrun í febrúar 2008.  Ef allir hefðu vitað það þá hefðu bankarnir fallið 6 mánuðum fyrr og allir tapað öllu.  En Bjarni vissi af alvarlegri stöðu Glitnis. Hann nýtti sér innherjaupplýsingar og seldi öll sín hlutabréf í Glitni á þeim tíma. Þetta var á sama tíma og ráðherra sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir kom öllum skuldum eiginmannsins fyrir í einkahlutafélagi með enga ábyrgð!  Tilviljun? Ekki trúlegt.  En svo líða 6 mánuðir sem almenningur fær ekkert að vita. 6 mánuðir sem menn hefðu getað nýtt til að færa fé úr verðbréfasjóðum eins og sjóði9 í einhverja áhættuminni sjóði. Þetta gerðu menn ekki vegna þess að okkur var ítrekað sagt að hér væri engin vá fyrir dyrum. Icesave myndi bjarga lausafjárvanda bankanna og höfundum þeirrar svikafléttu var hampað eins og um snillinga væri að ræða. Annað átti eftir að koma í ljós.

Nú eru liðin 10 ár frá þessum hörmungum.  Nú er fléttan að rakna upp.  Bjarni Ben verður ekki sóttur til saka fyrir sinn þátt í yfirhylmingum og innherjasvikum.  En hann verður heldur ekki formaður flokksins mikið lengur og aldrei aftur forsætisráðherra.  Það er huggun harmi gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og einu peði, "peðaki", var fórnað fyrir protagonista elítunnar, Baldri Guðlaugssyni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 14:25

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Laukrétt, Haukur. Baldri var fórnað og hann kom engum vörnum við. Af hverju fékk hann ekki betri verjanda?  Baldur átti ekki skilið að bera syndir Sjálfstæðisflokksins einn og óstuddur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband