Undir sauðargæru Vinstri grænna

Það sem Steingrímur reyndi að dylja undir sýndar umhyggju fyrir náttúru og umhverfisvernd er nú að flysjast af flokknum og við blasir lítið framsóknarlamb. Eftir stendur flokkur án hugsjóna og fólk án framtíðar. Katrín lætur leiða sig til slátrunar af fjandmönnum framsóknararms flokksins, Svavari og Hjörleifi sem virðast ætla að hefna eigin ósigurs með því að hvetja til stefnubreytingar sem augljóst er að gengur af flokknum dauðum.  Nákvæmlega sama vakir fyrir Birni Val. Þrátt fyrir fagurgalann í garð forystunnar þá svíður honum enn svik Steingríms J,sem sveik hann um þingsætið í norðausturkjördæmi í síðustu kosningum.  Þetta fyrirgefur Björn Valur ekki í bráð og hefur selt hugsjón sína þeim kvótagreifa sem getur veitt honum atvinnu nú þegar þingmannsdraumarnir hafa snúist upp í martröð.

Og þetta er bara fínt. VG var það afl sem í raun eyðilagði samstöðu vinstri manna þegar tilraunin um Samfylkinguna var gerð. Að VG skuli nú koma út úr skápnum sem framsóknarflokkur, eyðir þeim pólitíska vafa endanlega, ef einhver hélt annað, að innan þess flokks voru hugsjónirnar alltaf til sölu fyrir völd og áhrif. Allt frá því að Steingrímur tók þátt í Viðeyjarstjórninni með Jóni Baldvin og Davíð.

Steingrímur og Svavarsarmurinn vilja bjarga sinni arfleyfð með því að láta Katrínu um líknarmorðið og hún er svo naive að hún sér ekki í gegnum plottið.  Alveg sama þótt þessar þreifingar, sem nú eru í gangi milli Bjarna, Sigurðar Inga og Katrínar leiði ekki til formlegs samtals, þá er Katrín sú eins sem tapar og hennar flokkur. Og líka þótt hún láti leiða sig til valda af Bjarna og Sigurði Inga þá tapar hún líka.  Og allt þetta var augljóst öllum sem stóðu utan sviðsins.  En lambið vildi á spenann. Katrínu verður ekki bjargað


mbl.is Svavar hvetur Katrínu til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eg held að þessi lýsing sé bara nokkuð nærri lagi - ef ekki bara alveg hárrétt.

Árni Gunnarsson, 12.11.2017 kl. 15:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Árni. Ég held að flestum sé ljóst að sósialistunum leið aldrei vel í þessum flokki. Og nú þegar feministarnir eru á leið út þá er ekkert sem sameinar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2017 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband