Sturlungakvöld

Mörgum inngrónum Sjálfstæðismönnum er nú órótt vegna þess hve dregist hefur hjá þingflokki Vinstri Grænna að samþykkja að flokkurinn fari í stjórnarsamstarf með sjálfstæðisflokknum. Það sjáum við á skrifum helsta strategista flokksins, Björns Bjarnasonar í gærkvöldi og aftur í morgun. Yfirleitt bloggar Björn einu sinni á dag og þá yfirleitt fyrir hádegið. Það heyrir til undantekninga að Björn vaki fram eftir við bloggskrif en það gerðist þó í gærkveldi og er til marks um hversu mikilvægt hann telur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að landa þessum stjórnarmyndunarviðræðum með Katrínu Jakobsdóttur í forsæti.

Björn vill sögulegar sættir milli VG og Sjálfstæðisflokks til að tryggja Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi völd. Björn er reiður útí alla sem reyna að spilla því vanhelga bandalagi. Hann talar niður til varaformanns VG í pistlinum í gærkvöldi en vaknar svo til nýrrar vonar í morgun eftir að vera búinn að eignast nýjan bandamann í Kolbeini unga Proppé.

Nú er eftir að vita hvort Kolbeinn Proppé rís undir væntingum Björns Bjarnasonar og gerist hinn sterki bandamaður Sturlunga aka Engeyinga öfugt við nafna sinn sem herjaði á Sturlunga á 13.öld.  Ég tel litlar líkur á því. Kolbeinn Proppé fékk sína 10 mínútna frægðarstund í gærkvöldi.  Meira var það ekki.

Andvökukvöld Björns Bjarnasonar reyndist Sturlungakvöld.


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband