16.2.2011 | 15:58
44-16 fyrir ESB sinna
16.2.2011 | 10:37
Druslan og gungan
16.2.2011 | 09:36
Hefur arðsemiskrafa lífeyrissjóða lækkað?
![]() |
Magma: Sala á hlut í HS Orku til lífeyrissjóða langt komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 09:20
Vistvænar samgöngur
![]() |
Metanið margborgar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 08:26
Oddný G. Harðardóttir hlýðir skipunum
Oddný G. sat í Þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (starfaði á 138. löggjafarþingi, 2009-2010) Þessi nefnd skilaði skýrslu sem var full af góðum ásetningi en líkt og með skýrslu RNA, þá virðist þessari skýrslu Atlanefndarinnar hafa verið stungið undir stól og efni hennar öllum gleymt og þar með nefndarmanninum Oddnýju G. Harðardóttur. En henni til upprifjunar ætla ég að birta tilvísun úr skýrslunni sem hljóðar svona:
Jafnframt er nauðsynlegt að skýrt verði hvaða stofnun sé ætlað það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu, fjármálalegan stöðugleika og bera ábyrgð á að samræma viðbrögð. Skerpa þarf á verkaskiptingu stofnana ríkisins og afmarka betur skyldur einstakra stofnana og embættismanna. Þá bendir þingmannanefndin á að brýnt er að í ráðuneytum sé til staðar sú fagþekking og reynsla sem nauðsynleg er til að sinna þeim verkefnum sem ráðuneytum ber. Að mati þingmannanefndarinnar er brýnt að ætíð sé ráðið í stöðu embættismanna á faglegum forsendum.
Þingmannanefndin telur mikilvægt að stofnaður verði samráðsvettvangur fjármálaráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans um efnahagsmál og að hlutverk slíks vettvangs verði lögfest. Þar verði unnt að setja fram tillögur að formlegum hagstjórnarreglum sem hafi það að markmiði að jafna hagsveiflur. Forsætisráðuneytið beri ábyrgð á stofnun samráðsvettvangsins.
Þingmannanefndin telur að formleg og vönduð stjórnsýsla sé sérstaklega mikilvæg, einkum í ljósi smæðar samfélagsins. Nefndin telur að verulega skorti á að starfshættir innan ríkisstjórnar, ráðuneyta og stofnana uppfylli nútímakröfur um formlega og opna stjórnsýslu
Í ljósi þessa, þá spyr ég, Er það eðlilegt að taka icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar út úr Fjárlaganefnd áður en umfjöllun um það er lokið? Og er það eðlilegt að formaðurinn Oddný G. Harðardóttir taki afstöðu til máls sem enn er til afgreiðslu hjá nefndinni? eins og Oddný gerði í bloggfærslu í gær. Og er það eðlilegt að Seðlabanki Íslands haldi upplýsingum frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar? Ég held að enginn fari í grafgötur um að ferill mála ríkisstjórnarinnar á Alþingi er sjónarspil. Það er búið að taka ákvarðanir og síðan fer fram málamyndaumræða á Alþingi. Þetta eru vinnubrögð sem eru ekki ásættanleg eftir að hér varð allsherjarhrun. Þeir sem skoða skipan nefnda Alþingis sjá að þær eru upp til hópa skipaðar óhæfum einstaklingum með litla menntun og þekkingu til að fjalla af viti um mál og hirða svo ekki um að leita umsagna fagmanna eins og dæmin sýna. Hér ríkir algert ráðherraræði þrátt fyrir loforð um breytt vinnubrögð. Skömm Alþingis er mikil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 06:52
Tunglið er úr osti segja Vinstri-Grænu fasistarnir
15.2.2011 | 19:03
Afl-laust stéttarfélag
![]() |
Búið er að aflýsa verkfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2011 | 15:33
Er Eiríkur Norðdahl að fara á taugum?

15.2.2011 | 12:23
Gott hjá Vigdísi

15.2.2011 | 11:17
Icesave er pólitísk hefnd fyrir suma
IceSave stafar af neyðarlögum Geirs Haarde um að bjarga innlendum eigendum innistæðna upp í topp. Að ráði Davíðs voru erlendir eigendur skildir eftir. Gerði Breta og Hollendinga óða. Ekkert þýðir að skamma Steingrím og Jóhönnu. Snúið ykkur til Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar, sem framleiddu IceSave. Gátu neitað að tryggja innistæður innlendra. Eða tryggt þær upp að lágmarki. Hvorugt gerðu þeir. Urðu svo að lofa að borga. Höfðu raunar umboð kjósenda. Síðan neitaði þjóðin að borga. Þjóðrembingar brjálast svo enn út í þá, sem eru að skúra eftir þá Geir og Davíð. Verst láta hrunverjar eins og ævinlega.
Þetta kalla ég blinda heift. Icesave snýst ekkert um að kenna einhverjum lexíu. Icesave snýst um að bjarga bankakerfi Evrópu. Ef við neitum að ábyrgjast innistæðutryggingasjóð þá geta Bretar og Hollendingar ekkert gert. Þeir verða bara að gera kröfu í þrotabúið og sætta sig við það sem út úr því kemur.
Ástæða Jóhönnu og Samfylkingarinnar fyrir að láta þjóðina borga, er beintengd aðildarviðræðum þeirra við ESB. Icesave verður þannig dýrasti aðgöngumiði sem nokkru sinni hefur verið notaður til að ganga í nokkurn klúbb. Aðgöngumiði Björgólfs að fyrirmennastúkunni í West Ham kostaði þannig aðeins 1% af verði icesave miðans
Ástæða Bjarna Ben til að vilja samþykkja Icesave er svo bæði viðskiptaleg en ekki síður til að vernda þá pólitísku samherja sem báru ábyrgð á icesave klúðrinu. Þar eru nokkrir samherja hans ennþá í þingflokknum svo sem eins og Tryggvi Þór, Þorgerður Katrín og svo náttúrulega Geir Haarde sem þarf bráðum að flytja málsvörn sína fyrir Landsdómi. Ekki er ólíklegt að Bjarni Ben vilji að icesave málið verði til lykta leitt áður en við fáum að heyra sannleikann frá Geir
Almenningi koma rök stjórnmálaelítunnar ekki við. Fyrir okkur er valið einfalt. Við borgum ekki
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)