Vernda þarf hrygningarloðnuna

Nú styttist í að loðnan gangi í Flóann og vestur að Snæfellsnesi þar sem hún mun hrygna ef allt gengur upp hjá henni. Í ljósi þess að stofninn hefur farið minnkandi undanfarin ár, er það skrítið að ekki skuli gripið til neinna takmarkana varðandi veiðar á þessum silfruðu fiskum.  Miðað við allt sem vitað er um hrygningu loðnunnar þá ætti sjávarútvegsráðherra nú þegar að setja reglugerð sem banni veiðar á loðnu fyrir vestan línu sem dregin væri í suður frá Reykjanesi. Með því móti væri verið að tryggja umtalsverðum hluta loðnugöngunnar frið við hrygningu og skipin gætu þá þess í stað einbeitt sér að veiðum úr eftirgöngunum sem alltaf fylgja og eru þá ekki jafn langt komnar í hrognafyllingu. Loðnan er undirstaða fæðu þorsksins og það er skammsýni að ganga svona á stofninn eins og gert er við veiðar á hrygningaloðnunni

Samherji sýnir ASÍ puttann

Fréttir hafa borist af því að Samherjamenn, með fulltingi Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, hafi nú þegar landað nokkrum förmum hjá loðnuverksmiðjunni í Helguvík og hyggist gangsetja hana til að komast hjá stöðvun veiða, ef af verkfalli Afls verður. Þetta hlýtur að kalla á harkaleg viðbrögð ASÍ forystunnar ef hún vill standa undir nafni.  Svona brot á friðhelgi verkfallsvopnsins er ekki hægt að líða.  Útvegsmenn sem eiga loðnubræðslurnar verða að gjöra svo vel og ganga til samninga við sitt fólk og ASÍ þarf að lýsa því yfir að þeir samningar verði ekki fordæmisgefandi

Fjárglæframaðurinn Pálmi Haraldsson

thotanhanspalma.jpgManni verður illt af að lesa svona fréttir. Menn sem taka fé að láni og borga það ekki eru glæpamenn. Það er ekkert hægt að líta öðruvísi á það. Og að bankar séu ennþá í viðskiptum við þessa glæpamenn er siðleysi. Auðvelt ætti að vera fyrir banka að setja sér þær einföldu siðareglur, að hlaupi menn frá skuldum sínum þá fái þeir ekki að eiga í viðskiptum í ákveðinn tíma. til dæmis 5 ár. Fyrst ekki er hægt að gera þá ábyrga og gjaldþrota þá ætti svona svartur listi að vera til hjá öllum bönkum og jafnvel alþjóðlegur. Íslensk yfirvöld ættu að beita sér fyrir þessu á alþjóðavettvangi því fáir hafa tapað meiru en íslenskir skattgreiðendur á gjaldþrotum einkahlutafélaga í eigu útrásarglæpamannanna.
mbl.is FS38 í gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Málbeinið vefrit?

Hin nýja ásýnd Blogg gáttarinnar finnst mér ekki til bóta. Ég er vanafastur og allar breytingar fara illa í mig. Og svo finnst mér ekki þörf að breyta því sem virkar vel. Fyrir það fyrsta þá er viðmótið verra. Fyrir sjóndapra þá eru litir of bjartir og allt finnst mér renna saman í móðu. Hugsanlega er hægt að ráða bót á þessu með því að leyfa notendum að velja á milli mismunandi "skins".  Í öðru lagi þá var ég orðinn háður hægri dálkinum, þar sem allar helstu fréttir birtust á kortérs fresti. Að setja í staðinn einhver "vinsældablogg" er móðgun við alla alvöru bloggara. Það er svipað og setja Gillzenegger á stall með Halldóri Laxness.  Og að lokum þá virkar ekki þessi filter sem er nýr "fídus" og algjörlega mislukkaður. Þar er hægt að filtera á milli blogs, pólitíkur og vefrita. Og þá vandast málið. Ef menn vilja bara fylgjast með pólitíkinni þá koma færslurnar hans Jónasar Kristjánssonar ekki upp. Samkvæmt forriturum blogg gáttarinnar er Jónas sem sagt ekki pólitískur! Og Jónas er ekki heldur veftré! En Gísli Ásgeirsson sem bloggar á Málbeininu er veftré. Það er lítil logik í þessu, því miður. En umfram allt látið okkur fá fréttagáttina aftur. 

Pókerinn um laun bræðslumanna

Nú styttist í að boðað verkfall bræðslumanna skelli á.  Ég hef spáð því að SA muni gefa eftir. Ef þeir gera það ekki þá birtist launamönnum hið grímulausa ofbeldi sem útgerðarmenn hafa alltaf beitt gegn viðsemjendum sínum með hjálp ríkisvaldsins. Nú er stuðningur ríkisvaldsins ekki  í hendi svo gífuryrði Vilhjálms Egilssonar ættu að skoðast sem liður í sálfræðihernaði gegn almenningsálitinu í landinu frekar en góðri stöðu atvinnurekenda. Bræðslumenn eru með góð spil á hendi þeir munu hirða pottinn.

"Það fer aldrei vel" segir Friðrik J. Arngrímsson

fri_rik_j.jpgFriðrik J Arngrímsson, tjáir sig á dv.is um hugmyndir Rögnvaldar Hannessonar um auðlindagjald í sjávarútvegi. Friðrik segir: „Við vitum ekki enn hvað stjórnvöld vilja raunverulega gera. Við vitum ekki hvort ríkið hyggst innleysa veiðiheimildirnar með fyrningarleið en skilja eftir skuldirnar. Það fer aldrei vel.“

Nei það fer aldrei vel að greiða skuldir sínar. Enda bankar mjög liðlegir við að leyfa kennitöluflakk útgerðamanna þar sem eignir eru færðar í ný félög en skuldir skildar eftir! Það finnst framkvæmdastjóranum allt í lagi og hið besta mál. Ef Skinney-Þinganes, Brim og útgerðarfélög Jakobs Valgeirs á Bolungarvík,  myndu nú sjá sóma sinn í að greiða skuldir sínar við Landsbankann þá væri ekki hætta á að sá banki væri að fara í þrot.  Það þarf að greiða skuldir og það þarf að aflétta kvótaveðum af flotanum. Þess vegna ætti Friðrik Jón frekar að leggja til afnám kvótakerfisins, en að stíga þennan dans við stjórnmálamennina sem eru með glýju í augunum yfir öllum auðlegðarskattinum sem þeir vilja innheimta til að setja  í hítina.


Leyndarhyggja Steingríms Jóhanns

Þetta er endurbirt færsla frá því um helgina
----------------------------------------

Leyndarhyggja Steingríms J. eitrar hér allt.  Öll umræða einkennist af getgátum og dylgjum eða fullyrðingum sem ekki er hægt að bera til baka vegna leyndarhyggjunnar. Ein er sú spurning sem margir spyrja og varðar slitastjórn gamla Landsbankans. Hvers vegna er það látið viðgangast að uppgjör til icesave kröfuhafanna skuli þurfa að dragast í mörg ár? Af hverju er ekki hægt að drífa í að gera upp þessar kröfur?  Ef við horfum til Glitnis og Kaupþings, þá er því uppgjöri löngu lokið.  Eina skýringin á þessum drætti hlýtur að vera fólgið í ákvæðum skuldabréfsins sem Nýi bankinn gaf út til skilanefndar gamla bankans vegna þeirra eigna sem fluttar voru yfir.  Mér vitanlega hefur enginn fengið að sjá þetta skuldabréf en mín kenning er sú að það muni taka slitastjórn gamla bankans nákvæmlega jafn langan tíma að ljúka skiptum og það tekur Nýa Landsbankann að greiða upp þetta skuldabréf. 10 - 15 ár þess vegna. Og á meðan mun krafan vegna icesave, safna vöxtum og verða óbærileg. Ef þessi kenning er rétt, þá þarf að breyta skilmálum þessa skuldabréfs strax. Jafn vel þótt það hafi í för með sér gjaldþrot Nýja Landsbankans. Icesave krafan er upp á rúma 400 milljarða en skuldabréfið bara upp á 280. Hvorir hagsmunirnir vega meira er augljóst  Að neita kjörnum alþingismönnum um upplýsingar varðandi þessi mál kemur í veg fyrir að þingið geti afgreitt icesave frumvarpið. Það hljóta allir að sjá. 

Opin og gegnsæ stjórnsýsla tryggir að bestu ákvarðanir séu alltaf teknar.  Þetta skilja ekki Steingrímur og Jóhanna, illu heilli



mbl.is Rætt í nefndum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Pólverjar á bak við kaupin á Eyrarodda?

Lotna er pólskt nafn. Á IMDB er hægt að lesa þetta: "Poland, during the World War. Lotna is a magnificent specimen of Arabian horse, the pride of her owner, too old to actually ride her but to whom she remains faithful nevertheless. The Polish cavalry army is also proud of their land, and loyal to rules, and custom. The German army is leading an overwhelming speed attack with tanks, an almost unheard of weapon, and bringing a way of life to an end. It's the last battle between Lotna (speed horse) and Blitzkriega (speed war)."

Nú er það mín skoðun að allar þessar útlensku nafngiftir á fyrirtækjum hér á landi hafi löngu tekið út yfir allan þjófabálk. Við gerum kröfu um íslensk mannanöfn sem er gott og blessað en við leyfum alls konar orðskrípi í verslun og viðskiptum. Ég hef alveg skilning á að fyrirtækjum, sem starfa á erlendum mörkuðum  henti betur að heita erlendum nöfnum, en fiskvinnslufyrirtæki á  Álftanesi? Eins fara óskaplega í taugarnar á mér nöfnin á öllum þessum tuskubúðum sem auglýsa hvað mest.  Og krakkarnir tala ekki um verslunarmiðstöðvar heldur moll.  Er ekki rétt að staldra við og móta einhverjar reglur?  Bönn og boð hugnast mér ekki en einhverjar reglur verðum við að hafa.


Fyrst Svandís, nú Mörður

mor_ur.jpgÞetta lopapeysulið í 101 er ótrúlegt. Það skilur ekki hagkerfi landsins eða gangvirki samfélagsins. Allt skal gert eftir forskrift sósialismans þar sem ríkið drottnar yfir örlögum landsmanna. Hinn ólöglegi úrskurður Svandísar að staðfesta ekki skipulag Flóahrepps var inngrip í líf íbúanna á hátt sem ekkert annað sveitarfélag hafði áður þurft að þola.  Svandísi var í lófa lagið að hafna virkjuninni en hún kaus að setja allt á ís með því að staðfesta ekki sjálft skipulagið. Það var gróf aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélagsins og frelsi íbúanna til athafna enda úrskurðaði Hæstiréttur ákvörðunina ólöglega.

Landsvirkjun braut ekki lög og sveitastjórnin braut ekki lög. Það var Svandís sem braut lög.  Og svo vogar Mörður sér að taka til varna!  þetta lið hefur no shame. 

Skoðum nú glæp Landsvirkjunar að mati Marðar. Í fyrsta lagi þá er ákvörðunarrétturinn um leyfi til framkvæmda í hendi sveitarfélagsins. Skipulag er allt annað.  Landsvirkjun er í eigu okkar allra og hún ein hefur hingað til haft bolmagn til að virkja þær vatnsaflsvirkjanir sem hér hefur verið ráðist í. Að tala um fyrirgreiðslu eins og mútur er alvarlegt mál af varaþingmanninum Merði Árnasyni sem tók við af þingmanni sem sannanlega hafði gerst sek um að þiggja mútur.  

Fyrirgreiðsla Landsvirkjunar í formi vegabóta, vatnsveituframkvæmda og GSM sambands er fyrirgreiðsla sem fellur mjög að mínum hugmyndum um hvernig greitt skuli fyrir auðlindaaðgang. Sérstaklega þegar haft er í huga að landeigendur einir fá núna bætur vegna vatnsréttinda. Í raun finnst mér að það ætti að skylda alla sem fá leyfi til að nýta sameiginlegar náttúruauðlindir, að borga fyrir einmitt svona uppbyggingu í því nærsamfélagi sem framkvæmdir ná til en ekki aðeins til þeirra sem eru svo heppnir að eiga landið sem nýtingin nær til. Tökum sem dæmi vatnstöppunar verksmiðjurnar sem skila engum áþreifanlegum arði til íbúanna. Eina sem þær greiða er skattar og skyldur sem fara beint í hítina.  Og ímyndum okkur hvort ekki hefði verið akkur fyrir íbúa Austurlands ef Landsvirkjun hefði verið látin kosta vegabætur og jarðgangnagerð á Austurlandi í stað þess að greiða milljarða til landeigenda sem ekkert hafa til unnið og hafa ekki fórnað neinu í þágu virkjunarinnar.  Eins má nefna gerð hafnarmannvirkja sem eðlilegt er að þeir sem njóta ábatans af náttúruauðlindum greiði fyrir.  Alcoa greiddi úr eigin vasa fyrir gerð stórskipahafnar á Reyðarfirði. Alcan á höfnina  í Straumsvík og Alusuisse eða þetta kísilfyrirtæki sem til stendur að reisa í Helguvík eiga að sjálfsögðu að kosta gerð hafnarinnar þar. En ætli lopapeysuliðið myndi ekki kalla það mútur líka? Stjórnmálastéttin veit allt um mútur og hvernig þær eru notaðar til að kaupa sér velvildTounge

Framkvæmdir eru undirstaða betri lífskjara. Gefum kyrrstöðuöflunum frí.


mbl.is Harmar ásökun um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem Jóhanna saknaði.......

johanna.jpgViðtal Egils Helgasonar við Ólaf Ragnar Grímsson í Silfrinu í dag var frábært.  Ólafur var laus við þá tilgerð sem alltof of oft einkennir hans málfar og þótt hann væri í viðtali við Egil, þá var hann að tala við þjóðina.  Og þótt Ólafur sé bráðum búinn að vera 16 ár í embætti þá held ég að eftir þetta viðtal detti engum í hug að skipta honum út. (nema kannski Gísla Baldvinssyni) Þetta viðtal sýndi líka svo átakanlega hvað Jóhönnu Sigurðardóttir skortir  til að vera þjóðarleiðtogi. Og það er þetta sem kallast charisma eða persónutöfrar. Sá sem hefur yfir að ráða persónutöfrum lætur fólki líka vel við sig alveg án tillits til stjórnmálaskoðana eða persónulegra skoðana og fær fólk með sér. Fólk vill ekki endilega foringja sem er á sömu skoðun. Fólk vill foringja sem sannfærir aðra um að hann viti hvað hann er að gera og hann njóti virðingar og hann sé réttsýnn og heiðarlegur.  Fólk finnur ekki þessa mannkosti hjá núverandi forsætisráðherra. Ef hún hefur þá þá hefur henni tekist að leyna þeim. Hún þvert á móti virkar óörugg og ekki með á nótunum og þegar hún þarf að stíga fram og sýna fordæmi þá bregst hennar dómgreind æ ofan í æ. Eins og gerðist í atkvæðagreiðslunni um ákærurnar fyrir landsdómi og núna í sambandi við  ráðherrana sína.  Sennilega er Jóhanna bara enn í skápnum. Og forsætisráðherra sem felur sig þannig fyrir þjóð sinni og forðast að eiga samræður við hana eins og tilfellið er með Jóhönnu, er ekki á réttri hillu.  Ólafur Ragnar talaði um að stjórnsýslan hefði staðist hrunið. Það má vera en það er ekki stjórnmálamönnum eða embættismönnum að þakka. Það er bara langlundargeði og stillingu þjóðarinnar að þakka og því hve mótmælendur hafa passað uppá og virt  réttarríkið og þær reglur sem við viljum að hér gildi.  Ríkisstjórnin og dómsstólarnir hafa hinsvegar ráðist að þessum sömu grundvallar reglum án ábyrgðar og ekki hugsað út í afleiðingar slíkra gjörða.  Hæstiréttur sem dæmir gegn réttlætisvitund þjóðar í annarlegum pólitískum tilgangi er að grafa undan réttarríkinu.  Og ráðherrar sem telja sig hafna yfir lög eru líka að grafa undan réttarríkinu. Þessu sama réttarríki og telur sér sæma að draga 9 ungmenni fyrir dóm og ákæra fyrir brot sem geta varðað margra ára fangelsi. Forsætisráðherra sem lætur slíkt gerast á sinni vakt er ekki bara vanhæf, hún er algjörlega óhæf

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband