29.1.2011 | 09:06
Hætt verði við útboð nýs fangelsis
![]() |
Nýtt fangelsi verður óstaðsett í útboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2011 | 07:41
Sjóvá verði hlutafélagsvædd
Steingrímur sagðist hafa sett 11 milljarða inní Sjóvá vegna tilmæla frá FME. Þessir 11 milljarðar voru pappírseignir sem voru í vörslu Seðlabankans. Þannig að nú fer Seðlabankinn með eignarhaldið á hlut ríkisins í Sjóvá en ekki fjármálaráðuneytið. Það er í hæsta máta óeðlilegt. Enn og aftur rekum við okkur á að ríkisstjórnin hefði betur fylgt ráðum Mats Josefsson sem ráðlagði stofnun Eignaumsýslufélags til að fara með hlut ríkisins í fyrirtækjum sem tekin væru yfir í kjölfar hrunsins. Þetta var allt fyrirséð en Steingrímur þóttist vita betur og nú eru afleiðingar hans vizku að koma okkur í koll. Nú er búið að einkavæða eignasafn Landsbankans sem var í Vestia og langt komið með að einkavæða Sjóvá. Og kaupandi er vogunarsjóður í eigu banka sem er að stórum hlut í eigu vogunarsjóða! Eru íslensku smákóngarnir með fullu viti? Hér þarf að staldra við og slá á puttana á Má Guðmundssyni. Í fyrsta lagi á að bíða eftir úrskurði ESA varðandi ríkisstyrkinn til Sjávár og þegar hann liggur fyrir er komið að næstu skrefum. Ég geri ráð fyrir að ef ESA úrskurðar björgun Sjóvár ólöglega, þá renni þessir pappírar aftur til Seðlabankans, varla er búið að selja þá? Alla vega ætti það ekki að hafa verið gert hafi þeir átt að renna inní bótasjóðinn. En ef ESA samþykkir orðinn hlut þá er margt sem þarf að ræða.
- Er það eðlilegt að Seðlabankinn ráði alfarið söluferlinu?
- Er eðlilegt að Sjóvá renni inní Arion?
- Er eðlilegt að einhver vogunarsjóður eigi tryggingarfélag? Hvað segir FME?
- Er ekki eðlilegra að færa Sjóvá undir fjármálaráðuneytið og einkavæða það síðan?
- Og þegar tekin verður ákvörðun um sölu er þá ekki rökrétt að setja Sjává á markað og gefa landsmönnum kost á að eignast hlutabréf?
- Annar kostur væri að sameina Landsbankann og Sjóvá og setja sameinað félag á markað
Ekki veit ég hvað Alþingi hyggst gera en vonandi verður tekið fram fyrir hendur Más og Steingríms og þetta söluferli stoppað tafarlaust. Þetta er hneyksli.
![]() |
Sagðist bundinn þagnarskyldu um söluferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2011 | 01:17
Engin hætta á greiðslufalli með fullan sjó af fiski
Hvernig dettur Þór Saari að halda fram svona dellu? Veit hann ekki að við getum hæglega aukið hér veiðar um 100.000 tonn á þorski og við getum líka hækkað raforkuverð til álveranna ef í harðbakkann slær. Það er okkar neyðarréttur. Að vera með svona hræðsluáróður og svartagalls raus sæmir ekki hagfræðingnum Þór Saari. Tafir á stóriðju uppbyggingu eru ekki af hinu slæma. Orkan er ekkert að hlaupa frá okkur og lán hafa verið dýr og torfengin vegna alþjóðlegu lánakreppunnar. Ekki vegna þess að við vildum ekki borga ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga vegna icesave reikninga Landsbankans
tenging við frétt mbl.is hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2011 | 00:54
Einkavæðum fangelsin
um að það sé hlutverk ríkisins að gera afbrotamenn að betri borgurum.
Þetta er mikill misskilningur. Fangelsun á að vera refsing og dómar eiga
að vera svo þungir að þeir hafi forvarnargildi í sjálfu sér. Núna er
fangelsisvist góð afslöppun í slæmum félagsskap en engin refsing. Menn
fá jafnvel frí úr fangelsinu svona eins og heimavistarkrakkar sem fá að
fara heim um helgar. þetta er bara lúxus. Og ekki er verið að íþyngja
föngum með vinnu, öðru nær þá fá þeir að slaka á og stunda líkamsrækt,
stunda nám og jafnvel fara á netið. Sumir hafa meira að segja gerst
listamenn og hoggið út skúlptúra í grjót. En allir koma þeir jafn
forhertir út þrátt fyrir alla betrunina. Hér þarf að breyta um stefnu.
Og af hverju ekki að nota tækifærið og einkavæða fangelsin? Fyrst við
gátum einkavætt hraðbraut til stúdentsprófs því þá ekki að einkavæða
fangelsin á Íslandi. Sama væri mér þótt rekstraraðili tæki ótæpilegan
arð út úr þeim rekstri svo fremi að öryggisþátturinn skertist ekki.
Ýmsar leiðir er hægt að fara í slíkri einkavæðingu. En það er öruggt að
kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur mundi minnka og framboð fangelsisrýma
væri alltaf nægilegt.
![]() |
Vinnubúðir verði fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2011 | 00:26
Gagnrýni úr hörðustu átt

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2011 | 15:20
VG tekur ekki mark á Sóknaráætlun 2020
Við lestur á Sóknaráætlun 2020, kemur í ljós að nú þegar er hafin vinna í stjórnsýslunni í samræmi við þær áherzlur sem þar koma fram. Einna lengst virðist sú vinna komin í ráðuneytum Katrínar Júl og Jóhönnu Sig en lítið fer fyrir vinnu í ráðuneytum vinstri grænna. Til dæmis var Mennta og Menningarráðherra falin ábyrgð á 3 verkefnum
Sameining háskóla
Unnar verði tillögur um aukna samvinnu og mögulega sameiningu háskóla‐ og
háskólastofnana sem hafi að markmiði að tryggja fjölbreytni og gæði í kennslu og
rannsóknum. Nota þarf matskerfi sem byggist á viðurkenndum alþjóðlegum mælikvörðum
og bæta tengingu háskóla og atvinnulífs í rannsóknum og kennslu, þar sem sjálfstæði háskóla
verði tryggt. Ábyrgð: Mennta‐ og menningarmálaráðuneytið.
Vísindaþorp í Vatnsmýri
Vísinda‐ og tækniráð hefur um árabil lagt áherslu á þá möguleika til nýrrar sóknar sem felast í
sameiningu opinberra rannsóknastofnana og nábýli þeirra við háskóla og þekkingarfyrirtæki.
Lagt er til að hafið verði markvisst starf í þessum efnum til að nýta betur fjármagn og
mannafla og búa til þekkingarumhverfi á svæði háskólanna í Vatnsmýri sem staðið getur
jafnfætis alþjóðlegri þróun í þeim efnum. Ábyrgð: Mennta‐ og menningarmálaráðuneytið.
Sameining rannsókna og atvinnuvegasjóða
Sameining rannsókna‐ og atvinnuvegasjóða undir hatti RANNÍS er tímabær og mikilvæg.
Víðtæk sátt hefur verið um þá stefnu að stuðningur við rannsóknir og þróun fari fram á
faglegum grunni í gegnum samkeppnissjóði og markáætlanir Vísinda‐ og tækniráðs.
Mikilvægt er að áherslur í markáætlunum styðji við nýja atvinnu‐ og menntastefnu. Ábyrgð:
Forsætisráðuneytið/mennta‐ og menningarmálaráðuneytið.
Og ekkert bólar á aðgerðum hjá Kötu Jakobs. Er hún ekki örugglega enn í vinnunni sinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 13:55
Eymingi með Jésú komplex
Allsherjarnefnd undir þinni forystu er stjórnað úr forsætisráðuneytinu.
Reyndu frekar að hrista af þér flokkshlekkina og sýna frumkvæði
heldur en að leggjast svona á bakið fyrir Jóhönnu.
![]() |
Biður þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 12:49
Hnútuköst á Alþingi
hnútuköstin fljúga
Einar K. var atyrtur
en Össur fékk að ljúga
![]() |
Neitar ásökunum um ritskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 11:25
Mikil áhætta ef ríkið skiptir sér af HS Orku
![]() |
Líkur á að álverið rísi í Helguvík minnka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 08:57
Tekist á um sjómannaafslátt
Árni Johnsen er lunkinn við að vekja á sér athygli. Núna hefur hann lagt fram frumvarp um tekjuskatt þar sem sjómönnum verði tryggður ríflegur skattaafsláttur eða allt að 1.450.000, ekki dónalegur afsláttur það. Helsti andmælandi hans er Pétur Blöndal sem fer hátt með veggjum í furðulegum rökum í sambandi við dagpeninga sem honum finnst að útgerðarmenn geti greitt sjómönnum. Meira bull hef ég sjaldan heyrt í alþingismanni í langan tíma og er þá Vigdís Hauksdóttir ekki undan þegin.
Tekið skal fram að mér finnst engin ástæða til að halda í sjómannaafsláttinn. Og er ég þó gamall sjómaður sjálfur. Hins vegar skal vakin athygli á að sjómenn hafa ekki samið um sín kjör lengi. Þeir þora ekki að sækja sinn rétt til útgerðarmanna vegna óttans um að verða sagt upp störfum. Þetta er einn af svörtum blettum kvótakerfisins. Óttinn stjórnar hér öllu. Óttinn er innbyggður í þjóðarsálina. Þessi barða þjóð þorir ekki að standa upp og krefjast réttar síns. Ég held þeir kumpánar Árni og Pétur ættu frekar að taka saman höndum við þá sem vilja bylta kvótakerfinu ef þeir meina eitthvað með umhyggju sinni fyrir sjómönnum. Frjáls undan oki leiguliðans er sjómaðurinn aðeins stoltur. Kannski að Árni heimsæki Flateyri núna og ræði við atvinnulausa sjómenn og verkakonur eða bara í Reykjanesbæ!! Kvótakerfið sem vinir hans í FLokknum dásama svo mjög er að ganga af byggð í landinu dauðri. Og þegar fólkið fer, þá er byggðin dauðadæmd. Á Vestfjörðum öllum búa nú tæp 5000 manns, eða svipað margir og í Vestmannaeyjum. Er það eðlilegt? Hvað varð um frelsið til að skapa sín eigin örlög? Vestfirðir geta hæglega brauðfætt 20000 manns með sjálfbærri fiskveiðistjórnun og sjálfbærri ferðamannaútgerð. Ég vil frekar kalla það útgerð heldur en þjónustu. Selja á ferðamönnum hina villtu náttúru. Það á að flytja Hreindýr á Vestfirði og selja ferðamönnum safari á Hornströndum og stangveiði í Djúpinu. Það er hægt að gera fleira en mæla göturnar á bótum í Reykjavík, en það verður hlutskipti brottfluttra lands byggðamanna ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp eða HREINLEGA LAGT NIÐUR SEM VÆRI ÞAÐ LANGBESTA FYRIR ALLA