26.1.2011 | 23:08
Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér?
Á sjávarútvegur við Eyjafjörð framtíðina fyrir sér? Þeirri spurningu verður reynt að svara á fundi um áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði, sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:00. Alþingismönnum er sérstaklega boðið til fundarins.Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við HA, kynnir niðurstöður skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um áhrif breytinga á fiskveiðistjórnun á sjávarútveginn og sérstaklega litið til áhrifa á Eyjafjarðarsvæðið. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Ólöf Ýr Lárusdóttir, forstjóri Vélfags ehf flytja einnig framsögu um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sem byggja afkomu sína á þjónustu við sjávarútveginn. Björn og Ólöf fjalla um spurninguna frá sínum bæjardyrum. Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Óskar Þór Halldórsson fréttamaður. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um brýn hagsmunamál svæðisins. Að fundinum standa Akureyrarbær, Samtök atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögin í Eyjafirði.
Er þetta ekki yndislega fyrirsjáanlegt en um leið ósvífið leikrit? Þarna koma áhrif þeirra Samherja manna greinilega í ljós. Þeir halda öllu samfélaginu í heljargreipum og þeir eru heimagangar á skrifstofu bæjarráðs og hóta bæjaryfirvöldum öllu illu ef þau beiti sér ekki fyrir andófi gegn breytingum á kvótakerfinu. Verkalýðshreyfingin með Björn frá Nolli skelfur af hræðslu þegar boðin berast frá bæjarstjórninni og meira að segja háskólamenn láta sér lynda stjórnlyndi Þorsteins Más!
ÞETTA ER GRÍMULAUS KÚGUN EIGENDA FYRIRTÆKIS SEM VAR LEYFT AÐ VAXA OF MIKIÐ Í SKJÓLI GLÆPSAMLEGRAR EINKAVÆÐINGAR Á UNDIRSTÖÐUATVINNUVEGI ÞJÓÐARINNAR.
Núna sjá menn hvernig stórfyrirtæki starfa. En það er of seint. Menn eru orðnir háðir þessu fyrirtæki. Ekki má styggja drekann annars er hætta á að hann spúi eld og brennisteini yfir byggðarlagið. Auðvitað munu menn bera af sér sakir og sverja fyrir að Þorsteinn Már hafi á nokkurn hátt komið að þessari fundarboðun. En við vitum betur. Frétt sem lét lítið yfir sér birtist í Vikudegi 20 janúar og sagði frá þegar Þorsteinn Már og Kristján Vilhelmsson skunduðu á fund bæjarráðs Akureyrar til að lýsa yfir vanþóknun á fyrirætlun stjórnvalda í sambandi við fyrningu aflaheimilda. Þá fór spuninn af stað. Hringt var í háskólann og Stefán lektor fenginn til að kynna skýrsluna sína á baráttufundi fyrir atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði. Og ég ætla að vera svo óforskammaður og fullyrða að nú þegar er búið að semja ályktun sem verður borin upp og samþykkt þar sem fundargestir lýsa yfir áhyggjum af fyrirhugaðri innköllun aflaheimilda og hvetja til þess að samningaleiðin verði farin. Og svo verður klappað vel og lengi fyrir burðarstólpum atvinnulífs við Eyjafjörð, Þeim Samherjamönnum Þorsteini og Kristjáni
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 21:42
Hæstiréttur úrskurðar haustslátrun ógilda

26.1.2011 | 19:23
Örn Bárður ekki í lagi

Þá fyrst fletti ég honum upp í þjóðskrá og komst að því eftir nokkra fyrirhöfn að hann væri tæplega 16 ára. Þegar það var ljóst sagðist ég mundu hafa samráð við foreldra hans um framhald viðræðna okkar þar sem hann væri ólögráða. Þær féllu þar með niður og þar stendur málið nú. Ég geri ráð fyrir að foreldrar drengsins beri fulla ábyrgð á vafri hans á vefnum, skoðunum hans og framkomu.
Hér er linkur á yfirlýsingu Arnar Bárðar. Hvað finnst mönnum um svona lagað? Hvaða kröfur gerum við til þeirra sem annast uppalendahlutverki í þjóðfélaginu? Mig setur hljóðan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2011 | 18:34
Of seint
![]() |
Tryggja á jafnræði og gagnsæi við sölu fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2011 | 18:06
Rasistar á Alþingi

Búum við ekki í réttarríki þar sem öllum er tryggð jöfn vernd án tillits til þjóðernis, kyns eða litarháttar? Alþingi er löngu komið útfyrir valdsvið sitt í þeim óteljandi fjölda mála sem ekki ættu nokkurn tíma að þurfa að koma til kasta neinnar löggjafarsamkomu. Alþingismenn hafa fyrir löngu misst sjónar á hlutverki Alþingis. Alþingi hefur verið breytt í einhverja furðu samkundu sem heldur að hún eigi að skipta sér af daglegu lífi borgaranna, hver fái að berja hvern, hver fái að horfa á nekt og hvar, hver fái að leggjast í ljós og hver ekki, hver fái að giftast í kirkju og hver ekki, hver fái að eiga börn og hver ekki og jafnvel vill Alþingi skipta sér af hvaða jurtir eru ræktaðar í einkagörðum! Er ekki nóg komið af forræðishyggjunni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 17:02
Þvergirðingur
Verkalýðsrekendur hafa unnið skjólstæðingum sínum mikið ógagn undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar. Þeir hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og núna er þetta að springa framan í þá þegar andstæðingarnir beita sömu pólitík. Auðvitað eiga verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur að útkljá sín deilumál án aðkomu ríkisstjórnarinnar. Og kjaraviðræður eiga að snúast um kaup og kjör en ekki félagsmálapakka frá ríkisstjórninni. Fyrsta skref til breytinga er afsögn Vilhjálms Egilssonar og Gylfa Arnbjörnssonar. Þessir félagar standa í vegi fyrir eðlilegum samskiptum launþega og vinnuveitenda. Í gær birti ég færslu um gengistryggingu launa sem drukknaði vegna úrskurðar hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþings kosninganna. Þess vegna endurbirti ég hana hér
Sjómenn hafa til áratuga samið við útgerðamenn á grundvelli hlutaskipta. Þannig hefur afkoma sjómannsins tengst afkomu útgerðar í réttu hlutfalli við verðmætið sem þeir skapa. Og þar sem aflaverðmætið miðast í langflestum tilfellum við fob útflutningsverðmæti, má segja að um gengistryggingu launa hafi verið að ræða í raun. Núna eru allir kjarasamningar lausir og launamenn krefjast mikillar hækkunar á töxtum. Fyrirtæki í útflutningi geta borgað miklu hærri laun á grundvelli lágs gengis. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga líka að vera vel aflögufær. Laun allra þessara starfsmanna er auðvelt að gengistryggja. Þá yrði tekið mið af gengisþróun frá því samningar urðu lausir og laun hækkuð sem nemur lægsta gengispunkti og síðan yrðu allir launataxtar endurreiknaðir miðað við gengisvísitölu eins og hún er í dag. Ef svona kerfi hefði verið í gildi við hrunið þá hefðu öll laun hækkað sjálfkrafa um 35% því vísitalan stóð lægst í 185 og fór við hrunið í 240 stig. Síðan hefðu laun lækkað jafnt og þétt allt fram á mitt sumar 2010 því þá var gengið sterkast um 205 stig en hefur gefið eftir síðan og stendur í dag í 213 stigum. Við erum samt að tala um 16% hækkun allra taxta í dag. Að tengja laun í opinbera geiranum við gengisvísitölu hefur líka ótvíræða kosti því hún virkar sem aðhald fyrir stjórnvöld að fella ekki gengið í óskynsamlegum aðgerðum því það setti strax þrýsting á allt hagkerfið með sjálfvirkum launahækkunum. Þjóð sem lifir á útflutningi og býr við veikan gjaldeyri þarf að hafa svona launakerfi. Víxlhækkanir verðlags og launa skópu þá eyðileggjandi verðbólgu sem enginn vill að endurtaki sig. Með því að tengja öll laun við gengisvísitölu þá er ekki um víxlverkanir að ræða. heldur sveiflast allt hagkerfið í takti. Og þessi lausn tryggir líka frið á milli mismunandi hópa. Landið okkar er svo lítið að ekki gengur að etja mönnum saman með launamisrétti.
![]() |
Hætta öllum þreifingum við SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2011 | 15:36
10 tillögur að nýjum Stjórnlagaþings lögum
Hæstiréttur hefur talað og nú liggur fyrir vilji meirihluta Alþingis að þjóðin fái sitt Stjórnlagaþing.
Því ber að slíðra sverðin og sameinast um að setja ný lög um kosningar til stjórnlagaþings.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur varpað af sér lambsgærunni og komið til dyranna eins og hann er klæddur.
Við skulum víst halda Stjórnlagaþing í trássi við vilja hans. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sig geta farið sínu fram og þvælst í vegi fyrir lýðræðisumbótum. það er rangt.
- Fyrri lög alþingis voru meingölluð eins og óþarft er að hamra á. Auðvelt ætti að vera að bæta úr þeim formgöllum sem hæstiréttur benti á en það er ekki nóg.
- Alþingi má ekki skerða sjálfstæði stjórnlagaþings með beinum fyrirmælum og öðrum afskiptum af skipulagi starfsins. Fulltrúarnir eiga að ráða sinni vinnu sjálfir.
- Ekki má takmarka starfstíma stjórnlagaþingsins, það verður að fá þann tíma sem það þarf
- Kosnir verði 63 fulltrúar á stjórnlagaþing og taki kjörgengi mið af reglum um forseta lýðveldisins ( reynslulaust fólk og krakkar undir tvítugu eiga ekkert erindi inná svona þing)
- Stjórnlagaþingið fari fram í húsakynnum Alþingis og nýti alla aðstöðu þess. Óþarft er að leggja útí tvöfaldan kostnað. Útlit er fyrir að Alþingi verði komið í sumarfrí þegar stjórnlagaþing getur hafið störf og dragist starf þess langt fram á haust eða lengur þá er hægt að samræma þingfundi Alþingis og Stjórnlagaþings þannig að ekki rekist á hvort annað (þegar Alþingi tekur sér frí vegna starfsdaga og kjördæmavikna og hvað allt það heitir þá taki Stjórnlagaþingið yfir fundarsali og aðra aðstöðu)
- Stjórnlagaþingsvinna verði þegnskylduvinna. Þeir sem nái kjöri missi ekki í neinu þau laun og réttindi sem þeir hafa hjá sínum vinnuveitendum og óheimilt verði að segja þeim upp starfi. Ef kjörinn fulltrúi er án atvinnu skal honum tryggð laun úr ríkissjóði samkvæmt framfærsluviðmiði.
- Kosning til Stjórnlagaþings verði rafræn og þeir sem ekki geti eða vilji kjósa rafrænt fái að taka með sér aðstoðarmann ef þeir þurfa við utankjörfundar atkvæðagreiðslu
- Stjórnlagaþing skili af sér heildstæðri stjórnarskrá sem borin verði upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hver grein verði þannig borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
- Alþingi hafi aðeins heimildir til að fjalla um þær greinar stjórnarskrárinnar sem þjóðin samþykkir ekki
- Hin nýja stjórnarskrá svo samþykkt af Alþingi verði að lögum án þjóðaratkvæðagreiðslu
Stjórnarskrármálið | Breytt 9.2.2013 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.1.2011 | 13:54
Þessi bjargaði deginum
Um bókhaldið hjá Jóni Ásgeir;
on the left side there was nothing left
on the right side there was nothing right
Las þetta á vef amx, en þeir hafa örugglega stolið þessu og uppfært upp á Jón Ásgeir
26.1.2011 | 00:06
Hornóttir vinstrimenn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 19:01
Tekið til varna fyrir hönd Ólínu
Hinn fyrrum burtrekni ritstjóri Morgunblaðsins er trúr fyrrum húsbændum sínum í ritstjórnargrein í blaðinu hans Jóns Ásgeirs í morgun. Þar tekur hann til varna fyrir útgerðarauðvaldið og tætir í sig grein sem þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis birti á blogginu sínu í gærkvöldi. Ritstjórinn hafði lítinn tíma til að kryfja grein Ólínu og því er eðlilegt að gagnrýni hans sé byggð á staðreyndavillum og gamalkunnum frösum sem LÍÚ hefur kostað miklu til að réttlæta kvótakerfið með. En skoðum nánar gagnrýni ritstjórans
Þótt Ólína segist vilja eyða óvissu um fiskveiðistjórnina verður ekki annað séð en að hún tali fyrir breytingum sem gætu haft allt annað en fyrirsjáanlegar afleiðingar.
Hún vill til dæmis gefa handfæraveiðar við landið frjálsar og virðist vera búin að gleyma þeim árum þegar trillusjómenn fiskuðu tugi þúsunda tonna umfram kvóta og ráðgjöf vísindamanna. Frjálsar veiðar stuðla ekki að ábyrgri umgengni við auðlindina.
Hð rétta er að trillusjómenn hafa aldrei fiskað tugi þúsunda tonna á handfæri í trássi við ráðgjöf fiskifræðinga. Hér er ruglað saman veiðum hraðfiskibáta í krókakerfinu sem réru með línu. Lína og handfæri eru sitthvað Ólafur Þ Stephensen
Ólínu finnst hið versta mál að "mörg þúsund störf hafi farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar".
Rekstrarhagræðing sem byggir á fækkun starfa er án efa hagkvæm metin útfrá hagsmunum útgerðarmannsins en hún er þjóðhagslega óhagkvæm. Það er þjóðhagslegra betra að arðurinn vegna veiðanna skiptist á sem flestar hendur svo framarlega sem fiskveiðar haldi áfram að vera hagkvæmar
Ólínu finnst vont að íslenzkur fiskur skuli fluttur til útlanda og unninn í útlendum fiskvinnslustöðvum. Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að hún vilji leggja hömlur á slíkan útflutning og þar með á það alþjóðlega viðskiptafrelsi sem flokkur hennar styður, að minnsta kosti í orði kveðnu.
Það er réttmætt að krefjast meiri fullvinnslu á aflanum innanlands. Núna notfæra útgerðarmenn og kvótahafar sér smugur í utanríkissamningum sem auðveldar þeim að stinga virðisauka af fullvinnslu í eigin vasa. Þetta er gert með sölu óunnins fisks til dótturfyrirtækja erlendis á tilbúnu verði. Á Grimsby-Hull svæðinu hafa 10000 manns atvinnu af að fullvinna ferskan fisk af 'Islandsmiðum. Þessi vinnsla er betur komin hér heima.
Kvótakerfið er ekki gallalaust, en engu að síður það kerfi sem hefur reynzt bezt við fiskveiðistjórnun. Þegar mörg önnur kerfi þjóðfélagsins eru í uppnámi er ekki ástæða til að rústa eitt af þeim sem virka.
Svona enda allar rökræður þeirra sem ekkert vit hafa á fiskveiðum. Þetta er nefnilega stóra blekkingin sem kvótakerfið byggir á. Lygin sem búið er að segja svo oft að nytsamir sakleysingjar trúa henni og bergmála hugsunarlaust eins og fermingarbarn trúarjátninguna. Hið sanna er að markmið kvótakerfisins var aldrei að byggja upp fiskstofna. Markmiðið var að hámarka arð kvótahafanna í gegnum einokunarstöðu og skömmtun á afla. Brottkast og svindl í kerfinu nemur tugum þúsunda tonna á hverju ári. En kvótabröskurum er alveg sama svo framarlega sem ekki er hróflað við kerfinu sem malar þeim gull. Og þó ég sé ekki alls kostar sammála ólínu um hvernig á að standa að málum þá styð ég innköllun kvótans. Það er grundvallar atriði númer 1-2-3
Ólafur Stephensen er maður að minni fyrir að kynna sér ekki betur það kerfi sem hann vill verja
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)