Stjórnlagaþingskosning ógild

"Hæstiréttur hefur ályktað að kosning til stjórnlagaþings sé ógild."

Hvað þýðir þessi dómur? Verður hætt við að halda þingið eða verður kosningin endurtekin? Það er svo sem ekki hægt að mótmæla því að öll framkvæmdin frá lagasetningu og þar til talningu lauk var eitt stórt klúður.  En menn komust þó í gegnum verkefnið og leystu þau vandamál sem komu upp. Og þar sem stjórnlagaþingið er bara einn dáldið langur fundur 25 manna sem hefur ekkert vald per se, þá finnst mér að ríkisstjórnin eigi að láta slag standa og leyfa þinginu að klára verkefnið. Ef hins vegar það er ekki hægt lagatæknilega þá þýðir þetta bara eitt. Ríkisstjórn Jóhönnu er fallin.  Og fjórflokkurinn þar með. Ég er ekki hræddur um að hér taki við ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarmanna. Kjósendur eru skynsamari en svo.  En okkur liggur ekkert á að kjósa nýtt Alþing.  Okkur liggur meira á lýðræðisumbótunum sem áttu að koma í gegnum stjórnlagaþingið.  Forsetinn gæti skipað Utanþingsstjórn sem sæti út kjörtímabilið og í staðinn fyrir stjórnlagaþing fengju allir sem vilja að taka þátt í samningu nýrrar stjórnarskrár. 523 manns buðu sig fram til stjórnlagaþings. Það er í raun ekki stór hópur. Haldnar hafa verið fjölmennari ráðstefnur en það.

Að láta 500 menn koma að samningu stjórnarskrárinnar er bara úrlausnar og skipulagsatriði - ekki frágangssök


Gengistrygging launa - innlegg í kjarasamninga

Sjómenn hafa til áratuga samið við útgerðamenn á grundvelli hlutaskipta. Þannig hefur afkoma sjómannsins tengst afkomu útgerðar í réttu hlutfalli við verðmætið sem þeir skapa. Og þar sem aflaverðmætið miðast í langflestum tilfellum við fob útflutningsverðmæti, má segja að um gengistryggingu launa hafi verið að ræða í raun. Núna eru allir kjarasamningar lausir og launamenn krefjast mikillar hækkunar á töxtum. Fyrirtæki í útflutningi geta borgað miklu hærri laun á grundvelli lágs gengis. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga líka að vera vel aflögufær. Laun allra þessara starfsmanna er auðvelt að gengistryggja. Þá yrði tekið mið af gengisþróun frá því samningar urðu lausir og laun hækkuð sem nemur lægsta gengispunkti og síðan yrðu allir launataxtar endurreiknaðir miðað við gengisvísitölu eins og hún er í dag. Ef svona kerfi hefði verið í gildi við hrunið þá hefðu öll laun hækkað sjálfkrafa um 35% því vísitalan stóð lægst í 185 og fór við hrunið í 240 stig. Síðan hefðu laun lækkað jafnt og þétt allt fram á mitt sumar 2010 því þá var gengið sterkast um 205 stig en hefur gefið eftir síðan og stendur í dag í 213 stigum.  Við erum samt að tala um 16% hækkun allra taxta í dag. Að tengja laun í opinbera geiranum við gengisvísitölu hefur líka ótvíræða kosti því hún virkar sem aðhald fyrir stjórnvöld að fella ekki gengið í óskynsamlegum aðgerðum því það setti strax þrýsting á allt hagkerfið með sjálfvirkum launahækkunum.  Þjóð sem lifir á útflutningi og býr við veikan gjaldeyri þarf að hafa svona launakerfi. Víxlhækkanir verðlags og launa skópu þá eyðileggjandi verðbólgu sem enginn vill að endurtaki sig. Með því að tengja öll laun við gengisvísitölu þá er ekki um víxlverkanir að ræða. heldur sveiflast allt hagkerfið í takti.  Og þessi lausn tryggir líka frið á milli mismunandi hópa. Landið okkar er svo lítið að ekki gengur að etja mönnum saman með launamisrétti.

Veikburða stjórnvöld

bylting-342x228.jpgVeikburða stjórnvöld hvetja til upplausnar samfélagsins. Þess sér greinilega merki á Íslandi í dag. Hér rís upp hver hagsmunahópurinn á fætur öðrum og krefst meira valds í sínum málum. Allir deila á ríkisvaldið og lítil virðing er borin fyrir kjörnum fulltrúum. Sennilega er óvitlaust að boða til kosninga hér fljótlega til að koma í veg fyrir allsherjarupplausn. Bylting liggur í loftinu.  Stundin er runnin upp sagði þingmaðurinn knái, Ólína Þorvarðardóttir og skoraði þar með LÍÚ á hólm. Blogglúðrasveitin tók herská undir heima og stóð upp úr Chesterfield sófunum.

Sófabylting er líka bylting


ESB vill ganga í Ísland

arctic_map_small.gif

ESB er tilbúið til að eyða milljörðum til að lokka Ísland til aðildar að ESB.  ESB telur eftir miklu að slægjast. Lega landsins hefur aldrei verið mikilvægari gagnvart Evrópu og Ameríku og þetta eigum við að nýta okkur og bjóða ESB og Bandaríkjunum/kanada til viðræðna um aðstöðu hér á landi í skiptum fyrir fríverslunarsamninga og/eða efnahagssamvinnu til að taka upp traustan gjaldmiðil. Hvort sem það yrði evra eða dollar eða nýkróna. Til að styrkja stöðu okkar enn frekar þurfum við að mynda formlegt stjórnmálasamband við Grænlendinga. Eitthvað var þingið nú að rumska varðandi þetta málefni um daginn en allt var það nú á huglægum nótum. Fáir virtust átta sig á sterkri pólitískri stöðu okkar. Við þurfum ekkert að skríða á hnjánum eins og Samfylkingin vill


Tökum upp harðstjórn í fangelsismálum

prison.jpgStefna stjórnvalda í fangelsismálum er byggð á óraunhæfum hugmyndum um að það sé hlutverk ríkisins að gera afbrotamenn að betri borgurum. Þetta er mikill misskilningur. Fangelsun á að vera refsing og dómar eiga að vera svo þungir að þeir hafi forvarnargildi í sjálfu sér. Núna er fangelsisvist góð afslöppun í slæmum félagsskap en engin refsing. Menn fá jafnvel frí úr fangelsinu svona eins og heimavistarkrakkar sem fá að fara heim um helgar.  þetta er bara lúxus. Og ekki er verið að íþyngja föngum með vinnu, öðru nær þá fá þeir að slaka á og stunda líkamsrækt, stunda nám og jafnvel fara á netið. Sumir hafa meira að segja gerst listamenn og hoggið út skúlptúra í grjót. En allir koma þeir jafn forhertir út þrátt fyrir alla betrunina. Hér þarf að breyta um stefnu. Og af hverju ekki að nota tækifærið og einkavæða fangelsin?  Fyrst við gátum einkavætt hraðbraut til stúdentsprófs því þá ekki að einkavæða fangelsin á Íslandi. Sama væri mér þótt rekstraraðili tæki ótæpilegan arð út úr þeim rekstri svo fremi að öryggisþátturinn skertist ekki. Ýmsar leiðir er hægt að fara í slíkri einkavæðingu. En það er öruggt að kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur mundi minnka og framboð fangelsisrýma væri alltaf nægilegt. Fyrirsögn þessarar færslu er sótt í spakmæli frá múslimum sem segja að betri sé harðstjórn í 100 ár, heldur en óstjórn í 1 dag.

Á Íslandi hefur verið óstjórn í mörg ár


Anna Skúladóttir afsali sér eftirlaunum

annaskula.jpgÖnnu Skúladóttur,fjármálastjóra Orkuveitunnar þótti ekki taka því að tryggja erlendar skuldir Orkuveitunnar gegn gengisáhættu eins og önnur fyrirtæki í svipaðri aðstöðu gerðu.  Skuldir Orkuveitunnar margfölduðust við hrunið. Nú hefur Anna loks verið rekin en hún fær að halda ofureftirlaunum upp á 25 milljónir. Það er hneyksli. Svona fólk á að sjá sóma sinn í að, SEGJA SJÁLFT UPP OG AFSALA SÉR ÖLLUM KRÖFUM Á ORKUVEITUNA, SEM ER Í ALMENNINGSEIGU.

Leiguþý Century Aluminium

ragnargu_mundss.jpgSagt var frá fundi SA með suðurnesjamönnum í Stapa í gær. Á fréttum mátti skilja að aðalræðumaður af hálfu SA hafi verið Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Ragnar gagnrýndi mjög afskipti stjórnvalda af málefnum orkufyrirtækja. Og sagði þau valda óvissu og hindra framgang í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Hann segist hafa áhyggjur af hugmyndum um eignarnám í orkugeiranum.Nú er það alveg krystaltært að það er ekki til að greiða fyrir lausn mála svona málflutningur. Þjóðin hefur lýst sig mótfallna frekari álversbyggingum og hún vill frekar leita annarra leiða við atvinnuuppbyggingu með orkusölu til færri og smærri orkunotenda sem jafnframt eru reiðubúnir til að greiða hærra verð. Það er ekkert hundrað í hættunni fyrir íbúa á Suðurnesjum þótt ekkert verði af álversbyggingunni í Helguvík. Þótt 1000 menn fái ekki vinnu við akkúrat þessar framkvæmdir þá geta hæglega 5000 manns fengið vinnu við aðrar framkvæmdir vegna þess að hætt var við álverið. Árni Sigfússon er sá sem mest á undir því hann var sá sem setti bæjarfélagið á hausinn og það er hann sem treystir á að álverið bjargi honum úr snörunni. Honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu.  Og hinn þögli meirihluti í SA ættu að fara að láta í sér heyra og reka Vilhjálm Egilsson.  Það getur varla verið vilji meirihlutans að láta talsmann Stórútgerðarinnar og Álversfurstanna steypa hér öllu í kaldakol..aftur

Stundin er liðin Ólína

Klukkan 22.10 tilkynnti Ólína að stundin væri runnin upp. Nú er klukkan 23:54 og ekkert hefur breytzt.
Enda rímar það illa við evrópustefnu flokksins að breyta hér nokkru. Allt skal það lagt í hendur alvaldsins í Brussel og molarnir síðan hirtir af borði yfirstéttarinnar. Jafnaðarmenn my a$$

úr rassi kúa kemur líka orka

kyr.jpgNýlega ræddi Alþingi vistorku í samgöngum. Hugarfóstur iðnaðarráðherra sem fengið hefur vinnuheitið Græna orkan Þetta verkefni er mjög til fyrirmyndar en virðist bara eiga að ná til samgangna. Hætt er við að háleit markmið lifi skammt í raunheimi. Í landbúnaði er mikil vélvæðing sem kallar á mikla orkunotkun. Núna nota allar dráttarvélar landsins díselolíu. Auðvelt er að breyta þessum vélum til að brenna metangasi eða lífdísel eða repjuolíu. Öll þessi efni eru innan seilingar í sveitum landsins og ekki eftir neinu að bíða. Úr hverju haughúsi má vinna metan og ef um þéttbyggðar sveitir er að ræða er hægt að byggja miðlæga metanstöð. Einnig má rækta repju á ökrum og í fiskimjölsverksmiðjum er hægt að framleiða lífdísel. Það sem gerir svona verkefni spennandi er að það styrkir innlenda framleiðslu, eykur sjálfbærni og dregur úr innflutningi og styrkir gengið sem aftur lækkar skuldir heimilanna og gerir okkur sjálfstæðari gagnvart erlendum lánadrottnum. Hvernig væri að byrja nú á einhverju og hætta þessum eilífu umræðum.  Umræðustjórnmál Samfylkingar eru dálítið þreytandi þegar enginn hlustar hvort sem er. Þá verður þetta dálítið eins og þegar ritstjóri Smugunnar, Þóra Kristín, rífst við sjálfan sigLoL

Þarf frekar vitnanna við?

steingrimur.jpgÍ dag birtist úttekt FME á Spkef og er hún í takt við annað frá gullaldarárum Jóns Ásgeirs og glæpaklíkunnar í kringum Kaupþing.  Harla dapurleg lesning en hvað gerir flórmokarinn Steingrímur í málinu?  Jú hann mokar í þetta sama fyrirtæki 12 milljörðum af almannafé til að tryggja að engin rannsókn fari fram hjá fallít kerfi og furðufyrirtækinu ICEBANK! Er það eðlilegt?
Nú er tími rannsókna liðinn. Nú þarf harðar aðgerðir. Í jeilið með alla þessa kóna

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband