15.1.2011 | 17:24
Hættum að tala um fiskveiði-auðlindina
Mjög mikilvægt er í allri umræðu, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem notuð eru. Öll skiljum við hvað orðið hlunnindi merkir. Hlunnindi eru þau gæði sem fylgja jörðum og eru nýtanleg fyrir eigandann án endurgjalds. Hér má nefna lax og silungsveiði, eggjatöku, dúntöku, berjatínslu, vatnsréttindi (virkjun bæjarlækjarins í formi neysluvatns og til rafmagnsframleiðslu, heitar uppsprettur og fiskveiðar. Um þetta ríkir enginn ágreiningur. Það ríkti heldur enginn ágreiningur um fiskveiðar okkar á meðan þær voru skilgreindar sem hlunnindi. Það er ekki fyrr en eftir að sóknarstýring er leidd í lög að menn fara að nota orðið auðlind um nytjastofnana í hafinu. Þannig öðlast afskipti stjórnmálamanna af stjórn fiskveiða meiri vigt. Síðan sjá menn að lögmál hagfræðinnar má auðveldlega nota og lögmál skortsins verður undirstaða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á þessu verða menn að átta sig því á þessu byggist sjálfbærni kerfisins. Kvótakerfi í sjávarútvegi stuðlar ekki að uppbyggingu fiskstofna. Þvert á móti þá vinnur kerfið gegn uppbyggingunni.
Þess vegna er það grundvallaratriði í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni að hætta að tala um nytjastofnana sem sjávarauðlind.
Miklu fremur eigum við að tala um sjávarbúskap og fara að umgangast hafið og nytjar þess aftur eins og hlunnindi. Og á sama hátt og bóndinn stundar sinn búskap þá eigum við að stunda sjávarbúskapinn. Við þurfum að fara varlega í notkun veiðarfæra, við þurfum að fara varlega í að ganga ekki of nærri æti nytjastofnanna s.s loðnu. En fyrst og fremst þarf að þekkja beitarstuðulinn. Í dag er ofbeit í hafinu. Það þarf að veiða meira og það leyfir ekki kvótakerfið.
Kvótakerfi búa til skort og stjórna markaði og búa til peninga úr engu. Þeir sem höndla með kvóta eru þeir einu sem græða. Þeir vilja engu breyta. Þjóðareign á auðlindum er merkingarlaus frasi. Arðurinn fer alltaf til þeirra sem fjárfesta og nýta auðlindir. Annars mundi enginn sjá sér hag í að nýta þær. Þetta liggur í augum uppi.
EF VIÐ SELJUM ORKUVINNSLUNA Í HENDUR ÚTLENDINGA ÞÁ HIRÐA ÞEIR ARÐINN. ARÐURINN ER BARA LEIGA Á FJÁRMAGNI. þJÓÐIN GETUR AÐEINS FENGIÐ ARÐ EF OPINBERIR AÐILAR NÝTA AUÐLINDIR. VILJUM VIÐ RÍKISREKNAR ÚTGERÐIR? AUÐVITAÐ EKKI. VEGNA ÞESS AÐ FISKURINN ER EKKI EIGINLEG AUÐLIND HELDUR HLUNNINDI
Auðlindir eru takmörkuð gæði eins og orkan. Fiskurinn er ekki takmarkaður nema við viljum takmarka hann.
![]() |
Jón sendi stjórnlagaþingi bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 14:42
Eineltið í pólitíkinni
og einróma samstaða ekki til siðs
Ef að þú vilt ekki lend' í einelti
áttu að þegja og vera til friðs
15.1.2011 | 13:39
Kvótakerfið gerir marga ríka

Sjávarútvegsmál | Breytt 16.1.2011 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 11:56
Hættum að tala um sjávarauðlind
Mjög mikilvægt er í allri umræðu, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem notuð eru. Öll skiljum við hvað orðið hlunnindi merkir. Hlunnindi eru þau gæði sem fylgja jörðum og eru nýtanleg fyrir eigandann án endurgjalds. Hér má nefna lax og silungsveiði, eggjatöku, dúntöku, berjatínslu, vatnsréttindi (virkjun bæjarlækjarins í formi neysluvatns og til rafmagnsframleiðslu, heitar uppsprettur og fiskveiðar. Um þetta ríkir enginn ágreiningur. Það ríkti heldur enginn ágreiningur um fiskveiðar okkar á meðan þær voru skilgreindar sem hlunnindi. Það er ekki fyrr en eftir að sóknarstýring er leidd í lög að menn fara að nota orðið auðlind um nytjastofnana í hafinu. Þannig öðlast afskipti stjórnmálamanna af stjórn fiskveiða meiri vigt. Síðan sjá menn að lögmál hagfræðinnar má auðveldlega nota og lögmál skortsins verður undirstaða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Á þessu verða menn að átta sig því á þessu byggist sjálfbærni kerfisins. Kvótakerfi í sjávarútvegi stuðlar ekki að uppbyggingu fiskstofna. Þvert á móti þá vinnur kerfið gegn uppbyggingunni.
Þess vegna er það grundvallaratriði í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni að hætta að tala um nytjastofnana sem sjávarauðlind.
Miklu fremur eigum við að tala um sjávarbúskap og fara að umgangast hafið og nytjar þess aftur eins og hlunnindi. Og á sama hátt og bóndinn stundar sinn búskap þá eigum við að stunda sjávarbúskapinn. Við þurfum að fara varlega í notkun veiðarfæra, við þurfum að fara varlega í að ganga ekki of nærri æti nytjastofnanna s.s loðnu. En fyrst og fremst þarf að þekkja beitarstuðulinn. Í dag er ofbeit í hafinu. Það þarf að veiða meira og það leyfir ekki kvótakerfið.
Kvótakerfi búa til skort og stjórna markaði og búa til peninga úr engu. Þeir sem höndla með kvóta eru þeir einu sem græða. Þeir vilja engu breyta. Þjóðareign á auðlindum er merkingarlaus frasi. Arðurinn fer alltaf til þeirra sem fjárfesta og nýta auðlindir. Annars mundi enginn sjá sér hag í að nýta þær. Þetta liggur í augum uppi.
EF VIÐ SELJUM ORKUVINNSLUNA Í HENDUR ÚTLENDINGA ÞÁ HIRÐA ÞEIR ARÐINN. ARÐURINN ER BARA LEIGA Á FJÁRMAGNI. þJÓÐIN GETUR AÐEINS FENGIÐ ARÐ EF OPINBERIR AÐILAR NÝTA AUÐLINDIR. VILJUM VIÐ RÍKISREKNAR ÚTGERÐIR? AUÐVITAÐ EKKI. VEGNA ÞESS AÐ FISKURINN ER EKKI EIGINLEG AUÐLIND HELDUR HLUNNINDI
Auðlindir eru takmörkuð gæði eins og orkan. Fiskurinn er ekki takmarkaður nema við viljum takmarka hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2011 | 12:30
Er eigið fé Spkef 60 milljarðar?
Í kvöldfréttum í gær var Steingrímur J. Sigfússon, spurður hvort heimild væri til þess á fjárlögum að fjármagna endurreisn sparisjóðanna. Hann hvað svo vera og vísaði til fyrri samþykkta þingsins þar að lútandi. Það eins sem ég fann var þessi tilvísun af vef ríkisstjórnarinnar:
"Við setningu laga nr. 125/2008 vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði var ríkissjóði veitt heimild til að leggja sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af eigin fé hvers þeirra. Á síðasta ári voru settar reglur um það með hvaða hætti sparisjóðirnir sæktu um framlag frá ríkissjóði á grundvelli heimildarinnar. Jafnframt voru sett skilyrði fyrir eiginfjárframlagi ríkissjóðs."
Ef þetta eru einu heimildir ríkisstjórnarinnar þá sést að áætlaður kostnaður vegna endurfjármögnunar Spkef er sennilega 99% af eigin fé vegna þess að árið 2009 þá seldi Sparisjóður Keflavíkur, Íbúðalánasjóði Skuldabréfasafn sitt og fékk fyrir 10 milljarða króna. Þetta var liður í tilraunum manna til að bjarga sparisjóðnum sem árið 2008 tapaði 28 milljörðum króna á hlutabréfabraski. Það er svo ekki fyrr en 23 apríl 2010 sem sparisjóðurinn er yfirtekinn af FME. Þá hafði hann verið rekinn á undanþágu vegna of lítils eigin fjár í 2 ár. Allt bendir til þess að ýmislegt misjafnt hefði komið í ljós ef þessi sparisjóður hefði verið settur í þrot. Og er það mun líklegri skýring á því að hann er endurreistur heldur en sú vafasama skýring Steingríms að það séu byggðasjónarmið sem ráði för, Og af hverju er ekki drifið í því að skipa rannsóknarnefnd um fall sparisjóðanna eins og stjórnarliðar og Hreyfingin hefur lagt til? Og af hverju er Steingrímur að skipta sér af þessu en ekki Árni Páll? Eiga þessi mál ekki að vera á borði Viðskiptaráðherra? Þetta lyktar allt af pólitískum hrossakaupum og alltaf þegar svo er þá er Steingrímur látinn svara fyrir.
13.1.2011 | 19:35
Dýr mistök Steingríms kosta okkur 14 milljarða
13.1.2011 | 17:07
Hver er þessi árangur ríkislögreglustjóra?

13.1.2011 | 15:32
Staðgöngumæðrun
Í upphafi átti að æxlast með mökun
og uppfylla jörðina af systrum og bræðrum
Hjá nútíma kellingum kallast það slökun
að kaupa sér börnin af staðgöngumæðrum
betri kannski svona:
Í upphafi átti að æxlast með mökun
og uppfylla jörðina af systrum og bræðrum
en nútíma kellingar keypt geta bökun
og klakið út eggjum í staðgöngumæðrum
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2011 | 14:15
Bandaríkin og Vikileaks
13.1.2011 | 13:21