Sérgæska

Alltof margir af þessum tilviljunarkenndu alþingismönnum misskilja hlutverk löggjafasamkundunnar. Hlutverk Alþingis er ekki að hlaupa upp til handa og fóta fyrir handa eða fótalausa. Það eru aðrar stofnanir sem eiga að gera það. Hlutverk Alþingis á að vera að setja heilbrigðar leikreglur fyrir fjöldann.  Ekki að grípa til íþyngjandi aðgerða í þágu fárra.

En hvað gera ekki mýsnar þegar kötturinn er ekki heima...


mbl.is Lögfesting á NPA verði staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að temja hund.

Eigendur Sjálfstæðisflokksinns stjórna honum með aðferðum hundatemjara. Umbun og refsing er skýringin á flokkshollustunni og undirgefninni.  Hverjir "eigendurnir" eru má svo ekki tala um ekki frekar en hverjir eru frímúrarar og hvað þeir eru að pukrast.

Hjá Sjálfstæðisflokknum mun ekkert breytast. Nýtt fólk kannski en sama ógnin . Haltu kjafti hlýddu og vertu góð(ur)


Linir fréttamenn

Var svo sem ekki við öðru að búast af RÚV-Jóhönnu og Tobba Baugsþýi.  Ekki vilja þau fá sömu trakteringar frá Bjarna Ben og Sigurjón Egilsson fékk eða vera sett útí kuldann eins og fréttamenn Stundarinnar. En samt!  Hvers vegna spyr enginn hvort Bjarni hafi viljað rjúfa þing strax?  Auðvitað mun hann ljúga til um það, en spurningunni hefði þó verið varpað fram.  Það skiptir máli.


mbl.is Bjarni ræðir við fjölmiðla í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú getur forsetinn

Nú er tækifæri fyrir forseta Íslands að brjóta blað í íslenskum stjórnmálum og leggja fyrir Alþingi þau stjórnskipunarlög, sem Stjórnlagaráð setti saman og samþykkti samhljóða!

Það er engum vafa undirorpið að forseti hefur þessa heimild í stjórnarskrá.  Nú er rétta tækifærið til að láta á hana reyna.

Hvernig Alþingi tæki á slíku máli væri meira upplýsandi fyrir landsmenn en 45 daga kosningabarátta.


mbl.is Samstaða um næstu skref lykilatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband