Dagur var plataður

Það er mín niðurstaða eftir ytri endurskoðun á braggamálinu svonefnda, að Dagur B. Eggertsson hafi verið blekktur til að heimila endurbyggingar á húsarústunum við Reykjavíkurveg 100. Þau gögn sem ég byggi aðallega á er minnisblað sem unnið var fyrir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar og lagt var fyrir Borgarráð 17.september siðastliðinn auk víðtækrar fjölmiðlaumfjöllunar og yfirlýsinga einstakra aðila varðandi þetta mál.

Af gögnum málsins má ráða að hugmyndasmiður verkefnisins sé Margrét Leifsdóttir arkitekt og starfsmaður hjá Arkibúllunni. Hún hafi svo fengið Ara Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík til að leggja verkefninu lið með vilyrði um að Háskólinn myndi engan kostnað bera af verkefninu en njóta umtalsverðs ávinnings í formi ókeypis afnota af nýuppgerðum húsakynnum í göngufæri við skólann á besta stað í Reykjavík! Þetta var upprunalega viðskiptamódelið.

 

Blekking númer 1.

En þau Margrét og Ari vissu sem var að fleira þyrfti til. Þá var gripið til blekkinga og reynt að fá Minjastofnun Íslands til liðs við verkefnið (sbr. bréf dags. 25.júlí 2015) Þótt Minjastofnun hafi bent á, að braggarústirnar féllu ekki undir lög um vernd menningarminja þá var hún samt óbeint orðin aðili að verkefninu eða vitorðsmaður sem vigt var í! 

Blekking númer 2.

Það er sennilega á þessum tímapunkti sem verkefnið er kynnt fyrir Degi borgarstjóra og hann blekktur til að gefa grænt ljós að undangenginni úttekt sem verkfræðistofan Efla vann og var í raun forsendan fyrir því að réttlætanlegt var talið að ráðast í verkefnið.

Blekking númer 3.

Þegar búið var að koma verkinu af stað og Margrét orðin umsjónarmaður og prókúruhafi þá er komið að Ara rektor. Hann fer þá til fundar við Dag borgarstjóra með tilbúinn húsaleigusamning til undirskriftar sem stórskaðar Reykjavíkurborg fjárhagslega en tryggir Háskólanum í Reykjavík stórkostlegan ávinning með því að mega framleigja nýuppgerða braggann til veitingareksturs fyrir tvöfalda þá upphæð sem Háskólinn er látinn borga fyrir allt húsnæðið. Reykjavíkurborg er meira að segja látin bera kostnað af öryggiskerfum Securitas fyrir á aðra milljón og kaupa einhver listaverk til skreytinga af Berlinord fyrir 956.619 krónur

Niðurstaða

Hvað sem líður digurbarkalegum ummælum forseta borgarráðs og fulltrúa Pírata í borgarstjórn, að ekki verði heimilaðar meiri fjárveitingar til verksins þá eru það marklaus orð. Húsaleigusamningurinn um hina leigðu eign bindur hendur borgarfulltrúa og ef Dagur B. stígur ekki fram og viðurkennir, að hann hafi verið blekktur,þá mun þetta mál sennilega leiða til falls núverandi meirihluta. Annað er óhugsandi. 

 

Heimildir: bréf 2 minnisblað skrifstofu eigna og atvinnuþróunar


mbl.is Dagur farinn í veikindaleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband