Dulin tengsl við S-hópinn.

Þarna er á ferðinni sonur fyrrum bankastjóra Búnaðarbankans sem vildi lána S-hópnum peninga til að kaupa Búnaðarbankann. Fléttan varð þó öllu skrautlegri því úr varð að Sólon lánaði Bjöggunum en Halldór J. stjórinn í Landsbankanum lánaði S-hópnum. Þetta vitum við en við vitum ekki enn hvert milljarðarnir sem S-hópurinn fékk fóru og ekki var staðið við fullnaðargreiðslur fyrir Landsbankann.  Hvað þetta hefur með tengslin við hótelið í Ármúla að gera eru bara hugrenningatengsl mín því alls staðar er maður að sjá ný nöfn sem hafa auðgast óeðlilega á hruninu.  Sumir stálu úr þrotabúunum eins og fyrrverandi eigendur Skeljungs aðrir eru greinilega að leppa fyrir útrásardólgana eins og sá sem vill kaupa 4 búðir af Bónus armi Haga.

Hvernig stendur á því að sonur bankastjórans fyrrverandi telur sig ekki þurfa að fara eftir þeim reglum sem öðrum eru settar?  Hvers vegna er hann ekki beittur hörðu fyrst og honum skipað að stöðva framkvæmdir og hreinlega rífa það sem gert hefur verið? Hvernig getur byggingarfulltrúinn skrifað upp á að hönnunin sé í lagi og fylgt hafi verið ýtrustu fyrirmælum byggingareglugerðar fyrst engin leyfi voru gefin út. Ætlar byggingarfulltrúinn að bora göt í veggi eða taka röntgenmyndir til að tékka á járnabindingu?  Þetta er allt með ólíkindum og greinilegt að sumir eru jafnari en aðrir þegar kemur að framkvæmdum hjá borginni.


mbl.is „Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarlögmaðurinn

Edda Schram var handvalin sem borgarlögmaður af Degi B. borgarstjóra þótt hæfari einstaklingur hefði sótt um. Sjálfstæðismaðurinn í Innkauparáði hefur kvartað undan fálæti borgarlögmanns.Er skýringin pólitísk eða fagleg? Gott væri ef borgarlögmaður stigi fram og bæri af sér sakir.


Félagsbústaðir

Ég hef aldrei skilið þetta concept "Félagsbústaðir"  Þarna er þjónustu sem fellur undir velferðarsvið komið fyrir í sjálfstæðu félagi sem á að vera sjálfbært rekstrarlega og í armslengd frá afskiptum kjörinna fulltrúa.

Það getur vel verið réttlætanlegt að hafa þetta rekstrarform en það á tvímælalaust að skilgreina starfsemina sem velferðarþjónustu sem á ekki að standa undir sjálfri sér heldur njóta styrks úr sameiginlegum sjóði borgarbúa eftir því sem þörf krefur.  Þannig á að setja þak á leigu sem hlutfall af ráðstöfunartekjum leigjenda en á sama tíma verður má ekki slá af kröfum sem leigusölum ber að fullnægja varðandi viðhald og eftirlit með leigðu húsnæði.

Aðkoma samtaka leigjenda að stjórn félagsins er rugl. Leigjendur þurfa bara að þekkja rétt sinn og skyldur og vita hvert á að leita með kvartanir. Ef leigjendur beindu til dæmis kvörtunum varðandi myglu og raka til heilbrigðisnefndar þá myndu örugglega flest mál leysast farsællega.

Varðandi Írabakkamálið þá vil ég vita meira um þær skemmdir sem verið var að lagfæra áður en ég tek undir kommentakórinn. Breiðholtið var byggt með hraði og í blokkirnar var notað gallað sement. Þar fyrir utan eru þær allar komnar á tíma endingarlega sem kallar oftast á stórfellt og dýrt viðhald. Einangrun og klæðning er kostnaðarsöm en það verður líka að gæta aðhalds. Hygginn húseigandi ræður við slíkt en ekki víst að sama gildi þegar einhver verkfræðistofa er fengin til að gera tillögur.  Sérstaklega ekki ef ekkert kostnaðarmat liggur fyrir í upphafi.

Ég myndi til dæmis vilja vita hvað hefði kostað að rífa Írabakka blokkina í stað þess að gera við hana. Þarna liggur ábyrgð stjórnar félagsins fyrst og fremst. Að kalla eftir réttum upplýsingum og geta tekið upplýstar ákvarðanir í framhaldinu.  Heiða Björg er greinilega ekki rétti fulltrúinn til að sitja í þessari stjórn og taka fyrir það þóknun. Þangað á að velja fólk sem kann og getur.  Ekki bjána sem þykjast kunna og geta.


mbl.is Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðið bara reikningana!

Hvernig skilgreina kjörnir fulltrúar ábyrgð sína? Er fjallað um vel skilgreinda ábyrgð í siðareglum og eru einhver viðurlög þegar þær reglur eru brotnar?  Um þetta ætti næsti borgarstjórnarfundur að fjalla en ekki karp um endurskoðun á augljósum axarsköftum og klúðri sem meirihluti borgarstjórnar ber einn ábyrgð á.  Eru menn að vona að endurskoðun muni leiða eitthvað annað í ljós en þeir vita nú þegar?  Og ef borgarfulltrúar vita ekki hvað fór úrskeiðis þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína!  það er bara svo einfalt. Þið eruð með reikningana. Skoðið þá!

Og ástæðan fyrir því að menn sumir eru ekki að vinna vinnuna sína er sú hefð sem skapast hefur með meirihlutamyndunum sem ganga þvert á lýræðislegt val fulltrúa. Meirihluti sem oftar en ekki veltur á einum fulltrúa er ekki það sem fólk vill. Fólkið, kjósendurnir eru að kjósa til þess að sínir menn hafi áhrif. Þar af leiðir á að breyta lögunum og afnema formlegt meirihlutaræði í sveitafélögum þar sem fleiri en einn listi er borinn fram. Það er lýðræðslegra að allir fulltrúar beri jafna ábyrgð og hafi jafna aðkomu að öllum málum. Sá meirihluti sem þannig myndast er hinn eini rétti.  En það þarf líka að setja reglur um að kjörnir fulltrúar geti ekki jafnframt orðið borgar- eða bæjarstjórar. Kjörnir fulltrúar eiga að sinna stefnumótun og eftirliti en ekki sinna rekstri eins og nú er gert. Og það þarf að minnka þessa yfirstjórn sem engu skilar nema auknum kostnaði og minni ábyrgð.

En fyrst og síðast komið ykkurr saman um siðareglur og ákveðið hvers konar brot leiði sjálfkrafa til afsagnar. Ekki meiri sandkassaleik og fliss!


mbl.is Segja innri endurskoðun störfum hlaðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband