Agabrot 6 þingmanna

Í dag er 1. des og þjóðin ætti að vera glöð og fagna 100 ára fullveldisafmæli. En fáum er skemmt. Enn og aftur hefur Alþingi sett niður vegna framgöngu þingmanna. Og enn og aftur sýnir það sig að Alþingi getur ekki tekið á eigin afglöpum og agaleysi einstakra þingmanna. Það er ekki nóg að setja siðareglur og skipa siðanefnd ef ekki á að bregðast við þegar þingmenn verða sér og allri þjóðinni til minnkunar með framkomu sem hvergi líðst, hvorki inni á heimilum né á öðrum vinnustöðum! En á Alþingi gera menn bara eins og þeim sýnist í trausti þess að samspillingarkerfið virki og það er að virka. 

Ef Alþingi virkaði væri siðanefndin búin að víta viðkomandi þingmenn og fara fram á afsögn þeirra þegar í stað. En engar fréttir berast af því.  Hvað veldur?  Er þessi siðanefnd ekki óháð þegar allt kemur til alls? Vill ekki Ásta Ragnheiður snerta á þessum skít eða fær hún ekki að gera það? Hvað er Steingrímur að hugsa? 

Agaleysi verður ekki mætt með linkutökum. Agaleysi þarf að uppræta meðal þingmanna með afgerandi hætti. Það er ekki í boði að tvær fyllibyttur fari í frí og öðrum tveim sé vikið úr þingflokki. Allir sexmenningarnir eiga að segja af sér þingmennsku með skömm.

Að Sigmundur ætli sér að sitja áfram á þingi lýsir slíkri siðblindu að flestu almennilegu fólki ofbýður. Sama má segja um Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta.  Ef þeir eru slíkir mannkostamenn sem þeir sjálfir halda þá hefðu þeir ekki setið undir saurugu tali Bergþórs og Gunnars. Þeir hefðu einfaldllega staðið upp og kvatt þessa samkomu. En það gerðu þeir ekki og því ber þeim að víkja af þingi og hleypa varamönnum sínum að. Þeir tveir sýndu líka agaleysi með því að sitja á svikráðum við samflokksmenn sína í stað þess að vera á þingfundi eins og þeim bar skylda til.

Við agaleysi er bara eitt ráð.  Brottrekstur

Að þessir 6 alþingismenn skilji ekki alvöru málsins er ástæðan fyrir að fólk almennt ber lítið traust og litla virðingu fyrir Alþingi Íslendinga á hundrað ára fullveldisdegi landsins.  

Varamenn Miðflokksins eiga erfiðan vetur í vændum.


mbl.is Una María og Jón Þór á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband