Ekki ástæða til að fagna

Með því að koma Vaðlaheiðargöngunum á koppinn framlengdi Steingrímur J. veru sína á Alþingi um nokkur ár. Með réttu hefði hann fallið af þingi í kosningunum 2013 en með alls konar kjördæmapoti framlengdi hann sitt pólitíska líf öllum réttsýnum mönnum til armæðu. Í dag er hann Guðfaðir þessarar ríkisstjórnar og 12.ráðherrann, sá sem stjórnar þinginu og og sér til þess að það þóknist ríkisstjórninni.

Göngin í gegnum fjallið verða fyrst og fremst monumental um spillta embættisfærslu hrunráðherra AGS. Fagni því þeir sem vilja.


mbl.is Vaðlaheiðargöng opnuð fyrir umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeirra eiginn aumingjaskapur

Sveitastjórnir á Vestfjörðum geta engum öðrum um kennt en eigin aumingjaskap að þessi pattstaða vegna þjóðvegar 60 um Teigskóg hafi ríkt í 10 ár. Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurðinn árið 2009, sem hafnaði fyrirhugaðri veglagningu um Teigskóg þá átti strax að þrýsta á Vegagerðina að gera veg fyrir mynni Þorskafjarðar. Leiðina sem nú er til umfjöllunar hjá sveitastjórn Reykhólahrepps.  Þ-H leið Vegagerðarinnar sem stendur fyrir Þrá-Hyggju,  er augljóslega miklu lakari kostur til framtíðar. Og hvað skyldi þráhyggjan hafa kostað Vestfirðinga í lakari samgöngum allan þennan tíma.  Hafa þeir reiknað það út hjá Bæjarstjórn Ísafjarðar sem ekki sáu ástæðu til að rífa kjaft vegna þess að sjálfir höfðu þeir sæmilegar samgöngur frá Dýrafirði og suður um veginn yfir til Steingrímsfjarðar.  Það er ekki fyrr en Dýrafjarðargöngin eru orðin að veruleika að Ísfirðingar finna til samkenndar með öðrum Vestfirðingum!  Er ekki dálítið holur hljómur í þessu síðbúna ákalli?


mbl.is Biðla til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skilja sem vilja

Guðmundur Andri skilur ekkert í því að almenningur skuli almennt telja alþingismenn spillta, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar H.Í.  Honum til glöggvunar og frekari umhugsunar í hans langa jólafríi þá ætla ég að nefna nokkur dæmi:

1. Sjálftaka á opinberu fé í eigin þágu  Sjálftaka sem átti alltaf að fara leynt en komst upp um vegna þrautseigju eins manns, Björns Leví Gunnarssonar

2. Sjálftaka á opinberu fé í þágu stjórnmálaflokka og lögþvingun sveitafélaga til að auka álögur vegna þessara styrkja.

3. Samtrygging með löglausum gerningum Alþingis. Dæmi: Skipan Landsréttardómara og lagasetning vegna starfsleyfa fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum

4. Hrossakaup á milli manna til að tryggja ýmiss konar aðskiljanlega hagsmuni.

Þessi upptalning er langt í frá tæmandi en það er löngu tímabært að Alþingismenn taki sér tak og vinni í þágu almennings en ekki flokkanna eins og nú er. Á meðan meirihlutaræði tíðkast þá verður minnihlutinn að leggja tvöfalt á sig í gagnrýnni stjórnarandstöðu. Að þið séuð komnir í 6 vikna jólafrí er sönnun hins gagnstæða.


Á Klausturbarnum

Á vinafundi vel er brynnt
vínið görótt kneifa
En Bára engist opinmynnt
og ei sig megnar hreyfa.

Alla saka nú um svik
sem sjálfir héldu ei þræði
svo Báru erfitt varð um vik
að vera í ró og næði.


mbl.is Bíður eftir niðurstöðu Landsréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur ræður engu hjá Granda

Fákeppnis og einokunarsamráðseftirlit Framsóknarflokksmafíunnar bregst ekki klíkustrumpunum frekar en fyrri daginn.  Eftir ítarlega skoðun (geisp) komust þeir að því að Guðmundur í Brimi sem fékk lánaða 25 milljarða hjá Landsbankanum, sem er í 90% eigu ríkisins, til að kaupa sig inní Granda, hafi ekki öðlast ráðandi stöðu í fyrirtækinu við þessi viðskipti. Samt gat hann rekið sitjandi forstjóra og ráðið sjálfan sig í staðinn.  En sorrý segir Fákeppnis og Einokunarvörður Ríkisins. Guðmundur réði þessu ekki, það var stjórnin sem tók þessa ákvörðun! Right! Og 2 stjórnarmenn hættu vegna þess að það var svo leiðinlegt á stjórnarfundum!!

Núna er Guðmundur forstjóri hægt og hljótt að færa fjármuni frá Granda til eigin félags með til dæmis sölunni á Ögurvík. Á þeirri sölu hagnast Guðmundur persónulega um 2 milljarða. En ekki nóg með það heldur fær hann að kaupa aflaheimildir Granda og færa til eigin félags, sem heitir víst ekki lengur Brim heldur Útgerðarfélag Reykjavíkur. En eins og allir vita þá eru nafnabreytingar yfirleitt gerðar til að hylja einhverja gerninga og gera torveldara að rekja slóðir. En í þessu er Guðmundur snillingur.  Og Guðmundur er ekki lengur vinalaus. Hann á góða vini í Landsbankanum, og fjárfestum sem leggja honum til fé hjá Granda.  En núverandi bezti vinur heitir Páll Gunnar Pálsson og titlar sig öfugmælinu forstjóri Samkeppniseftirlitsins.  Svona er Ísland í dag


mbl.is Fellir niður athugun á HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband