Eiga bara eftir að hóta

Stjórnmálamenn kunna bara 3 aðferðir til að ná fram sínum markmiðum. Í fyrsta lagi, að lofa. Í öðru lagi, að biðla og í þriðja lagi, að hóta.  Áhugamenn um vegtolla á Alþingi hafa nú þegar lofað og biðlað. Nú eiga þeir bara eftir að hóta a la icesavehótanirnar.

Í skugga ýmissa hneykslismála alþingismanna, sem skóku þjóðfélagið þetta haustið þá klykkja þeir út með auknar álögur á litla manninn í formi veggjalda á sama tíma og þeir lækka skatta á kvótagreifa og stóreignamenn.

Hvernig væri fyrir þetta aumkunarverða lið sem nú situr á Alþingi, að girða sig í brók og fara fram með meira og víðtækara samráði um stærstu málin, en nú er gert. Þessi ríkisstjórn til dæmis nýtur ekki meirihluta fylgis almennings þrátt fyrir meiri hluta á Alþingi. Það finnst mér að þurfi að taka tillit áður en meiri skaði hlýzt af. Því vanhugsaðar ákvarðanir og illa grunduð löggjöf hefur afleiðingar fyrir okkur öll.

Tek sem dæmi; lækkun á sköttum hinna ríku, lækkun á afnotagjöldum í sjávarútvegi, eftirgjöf á gjöldum í fiskeldi, aukin framlög til kirkjunnar, aukin framlög til RUV  og svo þessar hugmyndir um vegtollagirðingar.

Allar röksemdir tollamanna hafa verið hraktar. Líka sú sem Ari Trausti notar:

"Ég hvet til þess að menn spari stóru orðin þar til í ljós kemur hvað felst í þessu átaki sem margir þingmenn telja þess virði að leggja í - þó ekki væri nema fyrir þá sök að stór hluti 12.000 km vegakerfs okkar er afar óviðunandi og kostnaður við tjón, áverka, ökuml og dauða í umferðinni er metinn á 40-60 milljarða króna, horfi menn á peningana eina."

Fyrir utan það hve smekklaust það er að nota tilfinningarök í svona málum þá er þetta líka alger rökleysa. Slysin verða vegna ökumannanna og hraðans, ekki vegna veganna.  Með því að minnka hraðann má draga úr líkum á slysum.  Minni hraði dregur líka úr álagi á vegina og eykur þar með endingu.

En hér eins og oft eru stjórnmálamenn komnir fram úr sér í eigin óskeikulleika. Það verður fróðlegt að heyra þegar þeir byrja að hóta okkur sem dirfumst að andmæla.


Einlægni og auðmýkt

Á þessum tímum forherðingar og siðleysis ýmiss konar hefur aldrei verið meiri þörf á þakklæti, einlægni og auðmýkt. Þar er ég ekki að tala um hræsnina í þjóðkirkjunni og hennar talsmönnum heldur alvöru tilfinningar frá fólki sem dags daglega er ekki að trana sér fram í fjölmiðlum. Þess vegna hitti það mig, að horfa og hlusta á þakkarorð Kristjáns Óskarssonar, fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmanns Emmunnar í Vestmannaeyjum.  Honum sendi ég góðar kveðjur og óskir um skjótan bata með þökkum fyrir góða viðkynningu og stuðning á sínum tíma.


Reiði kallinn

Ekki man ég hver fyrstur talaði um "reiða kallinn" sem ákveðna manngerð eða karakter. Má vera að það hafi verið Jón Gnarr sjálfur eða Sigurjón félagi hans. Alla vega þá er Georg Bjarnfreðarson ímynd reiða kallsins í túlkun Jóns Gnarrs. Og þessi karakter er hrein snilld. 

En svo er farið að nota þennan karakter í mörgum ólíkum hlutverkum hjá íslensku kvikmyndagerðafólki þá verður hann fljótt ógeðfelldur og fráhrindandi. En þetta er einmitt aðalgallinn á þessu ömurlega sjónvarpsefni, Flateyjargátunni. Þar virðast flestir reiðir og maður skilur ekkert hvers vegna?

En hvers vegna kýs Jón Gnarr að eyðileggja karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ómerkilegu auglýsingaharki? Af hverju ekki að gera skemmtiþætti í stað áróðurs? Það sem þessi þjóð þarf er gott grín. Ekki spilling og skandalar. Þegar grínistar eru hættir að vera skemmtilegir og farnir að vera rætnir er geðheilsu landsmanna hætta búin.  Sérstaklega í skammdeginu.


mbl.is „Ódýrasta herferð“ VR frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband