RÚV virðir ekki lög

Fyrir nokkrum dögum var RÚV beitt sekt af Fjölmiðlanefnd upp á 1 milljón ískr. fyrir brot á reglum um kostun. Kannski að fréttastofan hafi bara óvart birt kostaða "frétt" um bruggsmiðjuna Kalda um daginn eða er um skipulagða brotastarfsemi að ræða hjá dagskrárstjórn RÚV?  Ef umfjöllunin um Kalda var eðlileg þá getum við lagt fjölmiðlanefnd niður.


Metin falla og ríkisstjórnin fagnar

Samkvæmt Transparency International er Ísland nú spilltast miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við. Við hljótum að fagna því á þessum tímum gagnsæis og opinberrar stjórnsýslu! Og á næstu árum munum við ná enn ofar á spillingarlistanum. Kannski verðum við komin í fyrsta sæti þegar búið verður að meta aðgerðir núverandi ráðherra Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Spilling er nefnilega ekki til í þeirra orðabók heldur bara óheppilegar tilviljanir. Þökk sé Klausturfíflunum þá talar enginn um ríkisstjórnina og hvað hún er að bralla.


Kleifabergið gert út af ráðuneytinu

Flott hjá ráðherranum að niðurlægja opinberlega þá sem undir hann heyra.  Fyrst Hafrannsóknarforstjórann og núna forstjóra Fiskistofu. Til hvers erum við með opinberar stofnanir ef ráðherra tekur fram fyrir hendur forstjóra þeirra í hverju málinu á fætur öðru? Hvenær fá alþingismenn nóg af þessu gerræði?  Það er í valdi þingsins að setja ráðherra af.  Nú er fullt tilefni til.


mbl.is Kleifaberg heldur aftur til veiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskrift að einkavæðingu banka

Undanfarnar vikur hef ég verið að kynna mér hina svokölluðu Hvítbók Bjarna Benediktssonar, um framtíðarsýn hans á fjármálakerfi framtíðarinnar.  Og það er ekki góð framtíðarsýn fyrir almenna borgara. Í rauninni fjallar Hvítbókin lítið um framtíðarsýn en þeim mun meira um hvernig staðið skuli að sölu á eignarhlut ríkisins og hvað ríkið þurfi að gera til að gera bankana söluvænlegri.  Fyrir mér er þetta einfalt. Eignarhlutir ríkisins eru bókfærðir á 339 ma kr. sem þýðir að raunverulegt verðmæti er meira. Ég held að Frosti Sigurjónsson hafi nefnt töluna 400 ma.kr og enginn mótmælti því. Þar af leiðir á að setja verðmiða á þessa eignarhluti sem endurspegla raunverulegt verðmæti en það er sko alls ekki það sem Bjarni Ben ætlar sér. Hann ætlar að nota nákvæmlega sömu aðferð og L.Í. notaði þegar Borgun var gefin . Sá fjármálagjörningur skilaði eignarhaldsfélagi Engeyjarmafíunnar milljörðum í eigin vasa.

Svo nú er spurningin, er skynsamlegt að einkavæða ríkiseigur meðan Bjarni Benediktsson situr í ríkisstjórn?  Ég segi nei.  Ekki miðað við þessar forsendur. Og það er slæmt því auðvitað á að setja bankana á markað en ekki selja til kjölfestufjárfesta.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með umræðum þingmanna um þessa Hvítbók á næstunni. Og hvort einhver þori að nefna bláklædda fílinn í fjármálaráðuneytinu. Því hann er þarna og hann hefur alla þræði í hendi sér. Hann hefur Bankasýsluna og hann hefur Ásgeir Jónsson. Allir sótraftar á flot dregnir til að gera þetta ætlunarverk að veruleika í boði VG, sem eru jú með reynslu af að sóa almannafé, samanber Sjóvá og SpKef.

Það verður engin umræða um framtíðarsýn á fjármálakerfið. Það verður ekkert minnst á peningastefnuna eða gjaldeyrisforðann sem hægt er að nota til að taka upp dollar til dæmis. Það verður heldur ekkert talað um ríkisábyrgð á innlánum við þessa einkavæðingu. Og ástæðan er einfaldlega að fulltrúar okkar á þingi eru upp til hópa undirmálsfólk sem hefur ekki roð við jakkafatamafíunni.Undirmálsfólk, sem er svo upptekið af kynfærapólitík að stórfelld sala ríkiseigna til einkavina fer alveg framhjá þeim. Það verður kannski ekki fyrr en Bjarni lætur Ásgeir Jónsson skrifa Hvítbók um einkavæðingu Landsvirkjunar, sem menn fari að spyrna við fótum.  En þá verður það of seint. Þá verður þetta lið búið að samþykkja 3. orkupakkann og kostnaðurinn við sæstrenginn verður notaður til að réttlæta söluna á Landsvirkjun.

Og þetta er ekki samsæriskenning.  Þetta er mín Hvítbók um fyrirætlanir svikulla manna, sem sjást ekki fyrir í græðgisvæðingunni.


Pálmatré í Vogabyggð

Er 20 metra hár ljósastaur listaverk? Er 20 m. gegnsær glerhjúpur utan um 1 tré listaverk? Hverjar eru yfirhöfuð skilgreiningar manna á hugtakinu útilistaverk?

Ef ég hefði verið í dómnefndinni þá hefði ég flokkað þessa hugmynd undir framúrstefnuarkitektúr en samt ekki því arkitektar setja ekki fram svona hugmyndir nema þær standist verkfræðilegar kröfur um burðarþol og svoleiðis. Ég sakna þess að engar byggingarteikningar af þessum turnum hafi verið látnar fylgja eða séu aðgengilegar.

Útilistaverk á ekki að vera kennileyti í umhverfinu. Ef það er hugsunin þá er ekki verið að hugsa um að fegra mannlíf heldur að monta sig af framúrstefnuarkitektúr.

En þetta er ennþá bara hugmynd á blaði og enn nægur tími til að hætta við þessi áform. Fyrir 250 milljónir mætti til dæmis byggja yfir hálfan Laugaveginn og skapa þar suðræna stemningu með útikaffihúsum og íslenskum aldintrjám.


mbl.is „Dönsk strá og pálmatré“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband