Megi ólukkan elta þá.

Nú hefur níðingsverkið verið handsalað. Og grafar-rónni endanlega raskað vegna græðgi og aumingjaskapar þeirra, sem að þessu verkefni hafa komið. Þar á ég fyrst og fremst við eigendur lóðarinnar annars vegar og hins vegar borgar-apparatið sem leyfði þessa óhæfu. En skömmin er fleiri.  Til að mynda leikur fornleifafræðingurinn Vala Garðarsdóttir stórt hlutverk í blekkingarleiknum varðandi það að Fógetagarðurinn og Landsímareiturinn séu tvö aðskilin svæði. Þetta er rakalaus þvættingur því hinn forni kirkjugarður náði yfir allt svæðið þó seinna hafi verið leyft að byggja á þeim reit sem nú heitir Landsímareiturinn.  Þegar vísindamenn láta múta sér til að breyta almenningsáliti þá er verið að rýra allt vísindastarf og Háskólastarf í landinu og það hlýtur að kalla á aðgerðir. Meira um það síðar.

Og hvað er með þennan verktaka? Nýtur hann endalauss trausts þrátt fyrir gölluð og ónýt verk út um allt? [Orkuveituhúsið og Kreppuhöllin!] 

Nú þarf að reisa níðstöng og leggja bölvanir á allt þetta lið. Megi þeir aldrei þrífast og óhöpp þá elta svo lengi sem land byggist á hinum forna legstað Reykjavíkur.

Skal bölvunin einnig ná til allra þeirra sem í framtíðinni dvelja á fyrirhuguðu hóteli með þeim afleiðingum að lögsóknir og málaferli geri eigendur og leigutaka alla gjaldþrota.


mbl.is Framkvæmdir á fullt á Landsímareit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband