Hafró í vondum málum.

Ísland gæti verið í fremstu röð varðandi hafrannsóknir og fiskifræði ef Alþingi ylli sínu hlutverki. En því miður þá ráða skammtímahagsmunir kvótagreifanna öllum athöfnum leiguhjúa þeirra. Og þegar lobbý-isminn nær alla leið inn á skrifstofu ráðherra þá er ekki hægt að tala um ríkisstjórn Alþingis, heldur ríkisstjórn sérhagsmuna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Thoroddsen er þannig stjórn.

Kristján Þór Júlíussonar hefur kastað grímunni og sett upp Samherjahúfuna aftur. Eftir að hafa lækkað veiðigjöldin og afnumið reglugerðir og lög varðandi fiskeldi þá er spjótinu nú beint gegn Hafrannsóknarstofnun og þeim gert að hagræða í rekstri sem nemur kostnaði vegna eftirlits og ráðgjafar til stjórnvalda vegna fiskeldisins.  Þetta er engin tilviljun. Hafró hefur óhlýðnast.  Þeir vilja ekki leyfa Samherja að ofbeita firðina fyrir austan.  Fyrir þetta er refsað með skerðingu á fjárlögum.  Alveg sama aðferðin og Bjarni Benediktsson notaði gagnvart Ríkisskattstjóra/Skattrannsókarstjóra og Sérstaka saksóknaranum, til að draga tennurnar úr þeirra eftirliti. Eingöngu til að gefa vinum sínum og ættingjum ráðrúm til að fela fé sitt betur og þurrka út slóðir fjármagnsflutninganna.

Það er ekki nema von að forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar segist vera í vondum málum! 

En...þetta þarf ekki að vera svona.  Hafrannsóknarstofnunin þarf að öðlast algert sjálfstæði frá spilltum hagsmunaöflum, hvort sem er á þingi, eða í Valhöll. Og það gerist ekki meðan hún er háð fjárveitingavaldi Alþingis (lesist ráðherrans). Þess vegna þarf að gera henni kleyft að reka sig sjálfa. Og það getur hún svo sannarlega gert með eigin veiðum.  Fiskirannsóknir á ekki að stunda með því að búa til tölfræðilíkön og aflareglur. Fiskifræðingar eiga að öðlast meiri þekkingu í gegnum rannsóknir á lífríkinu.  Með því að veiða og kryfja. Því meira sem veitt yrði þeim mun betra. Í stað þess að láta skipin liggja í landi svo mánuðum skiptir þá á að láta útgerð Hafró standa straum af rannsóknunum.

Hafró á ekki að vera í vondum málum.  Kristján Þór á að vera í vondum málum fyrir að þjóna einkahagsmunum á kostnað almannahagsmuna í hverju málinu á fætur öðru. Siðaður forsætisráðherra væri búinn að reka svona ráðherra fyrir löngu en því miður þá gengur sjálfsvirðingin kaupum og sölum hjá Vinstri grænum þessi misserin.  Þaðan er engrar siðvæðingar að vænta fyrir meðvirka þjóð!


mbl.is Hafró þarf að hagræða um 234 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurupptaka braggamálsins í óræðri framtíð.

Einhvern tímann þegar stjórnmálamenning á Íslandi hefur þroskast og stjórnmálamenn axla raunverulega ábyrgð með afsögnum, þá mun braggamálið svokallaða verða tekið upp og sökudólgarnir sakfelldir. Braggamálið mun líka verða notað sem kennslubókardæmi um hvernig ekki á að bregðast við mistökum og klúðri.

Þá verður líka búið að breyta sveitastjórnarlögum þannig að pólitíkusar geti ekki ráðið sjálfa sig í vinnu og líka sinnt eftirlitsskyldu með eigin störfum. Þá verður hlegið að Degi Bergþórusyni og því sem hann sagði í viðtali hjá útvarpi allra starfsmanna 7.janúar 2019


mbl.is Aldrei um skilgreindan hóp að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld lausn á flóknu vandamáli

Landspítalinn er orðinn of stór eining. Núverandi stjórn spítalans ræður ekki við það verkefni að reka hann. En lausnin er einföld.  Það á að láta sameiningu Borgarsjúkrahúss og Landspítala ganga til baka hið fyrsta. Einnig þarf að hætta þessum hernaði gegn heilsuþjónustunni á landsbyggðinni.  Hver landshluti þarf á öflugum meðferðarkjarna að halda og þar er Reykjavík ekki undanskilin. Mönnunarvandi landspítalans, er að hluta vegna lélegrar stjórnunar á þessu alltof stóra batteríi. Þessi eilífa hagræðing bitnar svo á sjúklingunum og hjúkrunarfólkinu sem eiga að halda öllu gangandi út yfir gröf og dauða. Í bókstaflegri merkingu. Meðan yfirstjórnin hefur fjarlægt sig frá stofnuninni bæði stjórnunarlega og með því að flytja skrifstofur frá stríðshrjáða byggingarsvæði sjúkrahússins. Gámarnir voru greinilega ekki nógu hljóðeinangraðir!

Reisum nýtt borgarsjúkrahús á bezta stað og bætum þjónustuna. Hættum að reka dauðadeild inni á landspítalanum. Dauðadeild þar sem engin umönnun er veitt nema endalaust morfín í æð. Sérhæft hjúkrunarfólk á ekki að láta bjóða sér upp á þessa óstjórn lengur.

Og hvers lags rugl var að flytja hjartagáttina á neyðarmóttökuna?

Á neyðarmóttöku á að veita bráðaþjónustu fyrir venjulegt veikt fólk. Fyllibyttur og ofstopafólk með sjálfsáverka, á ekki að þjónusta þar. Svoleiðis lýð á bara að láta fá nál og tvinna og láta þá sauma sig saman sjálfa.

Það er illa komið fyrir heilbrigðiskerfinu vegna þess að eitt sjúkrahús dugar einfaldlega ekki í 204 þúsund ferkílómetra landi þar sem íbúar eru orðnir 350 þúsund og ferðamenn nálgast 100 þúsund í hverjum mánuði!

Vake up people!

 


mbl.is Langt út fyrir eðlileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband