Flagrant fréttamennska RÚV

milla óskÉg hlustaði á hádegisfréttir RÚV í gær. Þar var útvarpað viðtali, sem Milla Ósk Magnúsdóttir tók við Sigríði Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra í beinni útsendingu. Í viðtalinu var fréttakonunni snyrtilega pakkað inn og ýmsar staðhæfingar hennar og rangtúlkanir á staðreyndum kurteislega leiðréttar. Þetta viðtal var svo dónalegt að það var ekki hæft til endurbirtingar. Í öllum seinni fréttatímum á RÚV þennan daginn, var búið að klippa það til og gera hlut fréttakonunnar ásættanlegri.  Svona vinnubrögð eru flagrant að mínu áliti og ekki til þess fallin að auka traust á ríkismiðlinum. Ef menn skilja ekki hvað orðið flagrant merkir þá er það útskýrt nákvæmlega í öllum enskum orðabókum. Þar er líka sérstaklega útskýrt hvað hugtakið merkir í lögfræði.


Setur fordæmi fyrir Bjarna Ben.

Sigríður Andersen sagði á blaðamannafundinum að hún skynjaði að persóna hennar gæti þvælst fyrir við úrvinnslu þeirrar stöðu sem kom upp í sambandi við pólitíska dóminn í Strassburg og þess vegna sé það hennar ákvörðun að stíga tímabundið til hliðar. Þetta er örugglega hárrétt mat og konan þekkir greinilega refilstigu stjórnmálanna af veru sinni í 2 síðustu ríkisstjórnum og populískri umræðuhefð á Alþingi.

Nú á Bjarni Ben leik.  Hans persóna hefur truflað framgang kjaraviðræðna og í ljósi þess að kjaramálin eru margfalt alvarlegri heldur en afskipti Mannréttindadómstólsins af dómaframkvæmdum á íslandi þá hlýtur Bjarni Benediktsson að taka ákvörðun Sigríðar Andersen um afögn, til fyrirmyndar og stíga sjálfur til hliðar.


mbl.is Dómsmálaráðherra stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband