Fjölmiðlafrumvarpið strax farið að hafa áhrif

Lilja Alfreðsdóttir er með slungnari stjórnmálamönnum á Íslandi í dag. Eldklár og fljót að átta sig á stöðum og hvernig eins dauði verður hennar brauð. Og áróðurstæknin er slík snilld að Alþingi spilar allt upp í hendurnar á henni.

Tökum sem dæmi fjölmiðlafrumvarpið sem hún kom í umræðu áður en hún bar það upp í ríkisstjórn og þegar fjárlögin er skoðuð þá er hún líka búin að tryggja fjármagn til að standa straum af frumvarpi sem ekki er orðið að lögum, sem ekki hefur hlotið samþykki í ríkisstjórn og ekki hefur verið rætt á þingi. 

Og það virðast allir fjölmiðlar keppast við að uppfylla skilyrði Lilju til að fá endurgreiðslu frá ríkinu.  Meira að segja Kjarninn, sem hefur örugglega álitið eigin fréttaritstjórn af öðru kaliberi en slúðurblaðanna, er farinn að búa til fréttir með því að kópíera fésbókarfærslur þeirra, sem þeir flokka sem áhrifavalda.  þannig er nú hægt að lesa á Kjarninn.is hvað Þorsteini Víglundssyni fannst um mótmæli hælisleytenda á Austurvelli og það án þess að ómaka Þorstein með símtali. Magnús endurbirti bara statusinn hans Þorsteins og uppfyllti þannig kvótaskilyrðið um að 40% af fréttum skuli koma frá ritstjórn.

Vel gert Magnús. Það má alveg slá af prinsippunum þegar 30 milljónir eru í húfi

 


Færeyingar snuðaðir

Allt frá því Færeyingar sviku okkur og stilltu sér upp við hlið Norðmanna og ESB í deilunni um kvóta fyrir Ísland í makrílstofninum, þá hefur ríkt tortryggni í garð Færeyinga varðandi sameiginlega hagsmuni í nýtingu flökkustofna á Norður-Atlantshafi.

Þetta virðast Færeyingar hafa skynjað og ganga til samninga sem gefur þeim ekkert í aðra hönd en Íslendinga skiptir samningurinn gríðarlegu máli við veiðar á kolmunna, síld og makríl á þessu ári.

Færeyingar hljóta að vita að það verður engin loðnuveiði leyfð og því eru þessi 30 þúsund tonn bara tala á blaði til að friða heimamenn, sem kannski fylgjast ekki með öðru en fyrirsögnum í blöðum.  En samningurinn er góður fyrir stórútgerðina hér. Þessa 7 aðila, sem eiga allan uppsjávarkvótann og sem vill svo til, að eru líka hinir eiginlegu yfirmenn ráðherrans. 

Þegar Færeyingar fatta að við komum fram við þá eins og yfirþjóðin Danir, þá verður ekki samið aftur á þessum nótum. En Kristján fékk klapp á bakið frá Þorsteini og Binna!


mbl.is Samkomulagi náð við Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnulöggjöfin er stórlega gölluð

Eins og mál hafa fengið að þróast á vinnumarkaði og þá sérstaklega í sambandi við kjararviðræður og samninga, þá er augljóst að eitthvað mikið er að.  Ég held að þetta þurfi ekki að vera svona flókið.  Hægt væri að setja í lög að:

  1. Alltaf séu í gangi kjaraviðræður
  2. Þegar samningar renni út verði sjálfkrafa búið að semja um breytingar.
  3. Þegar samningar stranda geta aðilar strax gripið til aðgerða (ath. enginn skilyrði um sáttaferli)
  4. Ef enginn sátt næzt innan hálfs mánaðar frá því að samningar renna út, þá skulu deilur settar í Gerðardóm og hans úrskurður þannig jafngilda samkomulagi sem ekki yrði borið yrði undir aðila til samþykktar eða synjunar.

Með svona fyrirkomulagi gætu samningar aldrei verið lausir lengur en 30 daga.  Og verkföll gætu aldrei staðið lengur en 14 daga.


mbl.is Kúnst að reka smiðshögg á verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsríkið er í nánd

Nú takast á, tvíklofin dómarastétt og margklofin stjórnmálastétt, útaf dómi Mannréttindadómstólsins í Strassburg.  Hinir pólitískt skipuðu dómarar Sjálfstæðisflokksins skipa sér undir merki síns flokks og túlka dóminn útfrá pólitík og einnig virðist afstaða þeirra til áfrýjunar vera pólitísk.  Þetta er óþolandi og rýrir traust á þessum dómurum.

Hinn hópur dómaranna, sem ekki eru brennimerktir af flokkspólitík vilja hins vegar ráða því hverjir eru skipaðir dómarar og fái þannig inngöngu í Frímúrarafélag Dómara.

Þess vegna er það ekki dómur MDE, sem er að valda hér réttaróvissu heldur er það óeining innan dómarastéttarinnar fyrst og fremst. Meirihluti dómara við öll 3 dómsstigin vilja nota þennan dóm, til að fá sjálfdæmi um hverjir verði dómarar.  Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkarnir 3, leggjast gegn því og vilja ekki breyta 3. kafla Dómstólalaganna, sem kveður á um skipan dómara.

Um þessi ágreiningsmál þarf nú konan með langa nafnið að úrskurða.

  1. Ef hún ákveður að áfrýja dóminum til yfirdeildar og breytir ekki dómstólalögunum þá verður til réttaróvissa því Vilhjálmur H. bíður með 9 önnur samskonar mál ,sem hann hefur hótað að senda til MDE 
  2. Ef hún ákveður að áfrýja ekki, en hunza dóminn að öðru leyti þá verður líka til réttaróvissa
  3. Ef hún áfrýjar ekki og fer að tilmælum meirihluta Dómstólasýslunnar þá  verður Davíð Oddsson súr fyrir hönd frænku

Þess vegna mun hún vonandi leggja til nauðsynlegar breytingar á lögunum um skipanir dómara með það fyrir augum að skipanir allra núverandi dómara verði ógildar og ferlið endurtekið samkvæmt lögum.  Það má alveg hugsa sér að ráðherra geti haft eitthvað um reglur hæfisnefndar um skipun dómara að segja, en krafan verði samt sú, að hæfnisnefndin verði að samþykkja einróma skipan dómara.  

Með slíkri skipan höfum við færst skrefi nær dómsríkinu en það er bara hið bezta mál. Dómsríkið kemst næzt Guðsríkinu og enginn hefur lykil að því nema kannski Davíð Þór Jónsson sem virðist hafa endurfæðst í guðhræddan vínanda.


mbl.is Hervör lagðist gegn bókuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband