149. löggjafarþing 2018–2019. Þingskjal 976, 579. mál.

Miðjan vekur athygli á mörgum málum, sem annars myndu fara framhjá fólki eins og mér.  Það nýjasta er frumvarp Unnar Brár og þriggja samflokksmanna hennar, um aukið frelsi í sölu á ólyfseðilsskyldum verkjalyfjum í almennum verslunum.  Í greinagerð með frumvarpinu er sérstaklega talað um að hægt verði að kaupa paracetamol verkjalyfið utan apóteka! 

Hvað er að Sjálfstæðisflokknum? Hvers vegna þessi ofuráhersla á fullt og ótakmarkað aðgengi að brennivíni og nú lyfjum? Hvers vegna að breyta því sem er í lagi og virkar vel?

Eitt af því sem fíklar misnota er einmitt verkjalyfið Panodíl.  Eru viðkomandi alþingismenn að misnota stöðu sína til að gera slíku fólki auðveldara með að nálgast þessi lyf eða eru þetta síðustu andvörp frjálshyggjunnar í flokknum áður en Viðreisnararmurinn gerir uppreisn á næsta landsfundi?

Alla vegana lýsir þessi málatilbúnaður einhverri þráhyggju sem ég skil ekki. En þó ég hafi zero tolerance fyrir svona rugli þá er ég með snjalla lausn. Við leysum bæði þetta mál og brennivínsmálið, með því einfaldlega, að leyfa sölu á ólyfseðilsskyldum lyfjum í útibúum áfengisverzlunar Ríkisins,  sem heitir víst núna bara Vínbúðin, en gæti allt eins heitið Brennivín og dóp ehf. 


Orkulöggjöf ESB og Ísland

Sá hluti orkulöggjafar ESB, sem við nú þegar höfum innleitt hefur ekki verið til góðs. Þetta rugl með að hver sem er geti virkjað og framleitt raforku, sem Landsnet er skuldbundið til að taka við inn á dreifikerfi landsnetsins, virkjunaraðilum að kostnaðarlausu, hefur leitt af sér mikla óafturkræfa umhverfiseyðileggingu og í dag eru margar smáar virkjanir í byggingu eða á teikniborðinu beinlínis vegna innleiðingar okkar á orkupökkum 1 og 2.  Einkavæðing HS Orku er afleiðing þessarar orkustefnu og hin misheppnaða einkavæðing á Orkuveitunni sömuleiðis.

Ríkisstjórnin kynnti drög að orkustefnu á síðasta hausti. Ekki veit ég hverjir skiluðu inn álitum, en þeir voru ekki margir. En í dag er engin orkustefna í gildi og þess vegna er staðfesting á orkupakka 3 frá ESB, sem endanlega gefur frá okkur yfirráð yfir eigin orkumálum, alls ekki tímabær og í raun ómöguleg.  Og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að skilja og virða þann pólitíska ómöguleika en ekki að tala út og suður eins og ráðherrarnir hafa gert. Hér þarf að taka af skarið og sýna pólitískt hugrekki. Þrátt fyrir hýenurnar á þingi sem vilja þessa innleiðingu án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. En hver tekur mark á Samfylkingu eða Viðreisn! Ekki þeir sem styðja fullveldi landsins. Svo mikið er víst.

Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að vinda ofan af innleiðingu orkulöggjafar ESB í íslenzkri löggjöf. EES samningurinn átti upprunalega aðeins að snúast um F-in fjögur. Orkan og landbúnaður og sjávarútvegur voru undanskilin í EES samningnum. Nú eru síðustu forvöð að stíga á bremsuna gagnvart þessari hljóðlegu innlimun í ESB sem við erum að verða vitni að.

Ef ríkisstjórn og Alþingi ráða ekki við þetta mál, þá skulu þeir leyfa þjóðinni að segja sitt álit í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef orkupakki 3 verður staðfestur að hluta eða öllu leyti eru það slík svik við sjálfstæði landsins að jaðrar við landráðum.  Vill Alþingi taka áhættuna af þeirri reiði, sem innleiðing orkustefnunnar, til viðbótar við innleiðingar, sem stefna landbúnaði í hættu, gætu haft í för með sér?

Klárið vinnu við Orkustefnu og endurskoðið lög um rammaáætlun og virkjunarstefnu. Það er sú vinna sem ætlast er til af ykkur Alþingismönnum, að vera að ræða og komast að samkomulagi um. Ekki að hleypa íslenzkum landráðamönnum í orkuauðlindina til að leggja sæstreng til Evrópu.  Ef áhugi er fyrir því,  að byggja upp léttan umhverfisvænan iðnað, sem notar endurnýjanlega orku, þá skal það gert hér á landi. Ekki í Bretlandi eða meginlandi Evrópu.


mbl.is Von á orkupakkanum innan 10 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband