Upplýsingaleynd stjórnvalda

Hér þarf að gera róttækar endurbætur á upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings.  Veiran er komin til landsins og almenningur á fullan rétt á að vita um alla, sem hafa greinst með vírusinn. Nöfn ,heimilisföng og vinnustaði.  Það er eina leiðin til að almenningur geti forðast smit. Heimasóttkví smitbera er ekki nægilega trygg aðgerð hafandi í huga þær undanþágur sem þar eru veittar.

 Það sem er brýnast núna er bara tvennt:

1. Hefja þarf skráningu á smitberum í miðlægan gagnagrunn strax og gera hann aðgengilegan á netinu sem fyrst. Persónuverndarsjónarmið eiga ekki við þegar um líf eða dauða almennings er að ræða.

2. Setja á tafarlaust ferðabann einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til svæða þar sem smit hefur verið staðfest. Gildi jafnt um komur sem brottfarir.

Tækifæri yfirvalda til að hafa stjórn á ástandinu er liðið. Nú þarf að einbeita sér að skaðaminnkandi aðgerðum.


mbl.is Forsætisráðherra hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband