Langlundargeð landsbyggðarmanna

Málin þurfa að skýrast fljótt segja Flateyringar. Fá sjávarkauptún hafa farið verr út úr kvótakerfinu en Flateyri.  Þetta bæjarfélag sem nú er hluti af Ísafjarðarbæ má muna fífil sinn fegri. Allt stefnir í að íbúarnir flytjist á brott unnvörpum ef ekki verður strax tekið í taumana. Búið er að loka heilsugæslunni og hjúkrunarrýmum gamla fólksins og nú er fiskvinnslan orðin gjaldþrota. Orsakir þessa ástands er aðeins eitt og það er kvótakerfið og framsalið sem hefur tekið lífsbjargirnar frá litlum sjávarþorpum eins og Flateyri. En af hverju láta menn þetta yfir sig ganga? Af hverju er ekki frumbyggjarétturinn virkjaður og haldið úti í það minnsta handfæra og línuveiðum úti fyrir Vestfjörðum. Þótt miðin séu í lögum sameiginleg þá má leiða rök fyrir rétti heimamanna til að nýta sín mið án íhlutunar stjórnvalda sem þar að auki ganga erinda stórútgerða á kostnað landsbyggðarinnar.  Þess vegna er aðeins eitt að gera fyrir Flateyringa og aðra í svipaðri stöðu að róa til fiskjar og skapa sér á ný tilverugrundvöll. Að bíða eftir aðgerðum ráðlausra og ráðvilltra stjórnmálamanna er tálsýn. Það hjálpar enginn þeim sem ekki hjálpar sér sjálfur
mbl.is „Málin þurfa að skýrast fljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

2 200 tonna línubátar sem beita í landi og 2 hraðfiskibátar geta hæglega haldið fiskvinnslu gangandi allt árið. 2000 tonna afli er nóg að því tilskyldu að allir afli komi til vinnslu á staðnum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 15:07

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Jóhannes, FLOTTUR,  það á að nýta fiskimiðin aðallega með smábátum, þá færu fiskimiðin

að gefa þjóðinni margfaldan afla og tekjur !

Aðalsteinn Agnarsson, 18.1.2011 kl. 15:38

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Aðalsteinn, sjálfbærar veiðar eru það sem stefna ber að. Ekki spurning

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband