Samherja senditíkin geltir

bjorn_fra_nolli.jpgHvað hefur breytzt síðan Vilhjálmur Egilsson krafðist hins sama? Jú Samherji hefur haldið fund og hótað öllu illu. Ekki vegna umhyggju fyrir verkalýð eða sjómönnum, heldur er hér um að ræða baráttuna um Ísland og lítilmennin láta nota sig.  Það er ekki hlutverk SA eða ASÍ eða einstakra verkalýðsfélaga að tala máli útgerðarinnar. Birnir og Villar og Kristjánar landsins, geta talað í eigin nafni og gagnrýnt að vild en ekki í nafni félaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Til þess hafa þeir einfaldlega ekkert umboð. Hins vegar get ég alveg tekið undir, að þessi leynd, sem ríkir yfir því hvað verið er að gera í ráðuneyti Jóns Bjarnasonar er óþolandi. Honum ber að upplýsa þingið og sjávarútvegsnefnd þess um stöðu mála. Fiskveiðistjórnunin er langmikilvægasta mál Íslands og þetta pukur er ólíðandi. Og þetta sjónarspil LÍÚ er líka óþolandi. Þeir vita alveg, að þeir munu áfram gera út og veiða, Og þeir vita nokkurn veginn hve mikið. Allur þessi áróður um óvissu kemur ákvörðunum stjórnvalda lítið við. Sjávarútvegur hefur alltaf verið óviss atvinnugrein. Og allt þangað til menn ákváðu að taka upp skömmtunarkerfi í fiskveiðum þá vissu menn aldrei hvernig myndi aflast frá degi til dags eða mánuði til mánuðar. Þannig er bara umhverfið ef allt er eðlilegt. Hvað ætli Þorsteinn Már myndi segja ef kerfið væri lagt niður og hann fengi ekki lengur að gera út flakafrystitogara innan 200 mílna? Hann ætti að hafa áhyggjur af því en ekki hvort hann þarf að borga einhverjar krónur í leigu til ríkisins. Nei ótti útgerðarmanna snýr að því að missa einokunarstöðuna til að gera út og þeir þola ekki að nú skuli vera hér stjórn sem er ekki jafn hlýðin og fyrri stjórnir hafa verið. Þessir menn hafa fengið að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar frá upphafi landnáms og um það snýzt málið. Þeir vilja sjálfir ákveða hver fær að veiða og hver ekki. Fyrir daga kvótakerfisins þá hét kúgunartækið Fiskveiðasjóður. Og það voru ekki allir sem fengu lán hjá þeim mönnum sem þar réðu ríkjum. Á Íslandi hefur alltaf ríkt spilling og það mun ekkert breytast. Hún hefur bara skipt um kennitölu og sett upp húfu í stað hatts
mbl.is „Það er óskiljanlegt að óvissunni skuli ekki vera eytt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþarfa dónaskapur.

Friðrik (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband